Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni

Látnir meistarar heiðraðir og fyrsta plata Jet Black Joe kynnt

Tónlistarmannanna Duane Eddy og Richard Tandy var minnst í þættinum en þeir féllu frá á dögunum. Hinn fyrrnefndi hafði gríðarleg áhrif á gítarleikara með stíl sínum en Tandy var hægri hönd Jeff Lynne um áratuga skeið í hljómsveitinni Electric Light Orchestra og lagði mikið til málanna með hljómborðsleik sínum og tónlistarhæfileikum. Aðrir músíkantar sem komust í þættinum eru t.d. Iris DeMent, Chicago, Glóra og auðvitað Jet Black Joe.

Frumflutt

5. maí 2024

Aðgengilegt til

5. maí 2025
Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni

Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni

Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.

Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.

Umsjón: Jón Ólafsson

Þættir

,