Sögur af landi

Stella í Heydal. Gréta í Bókakaffi. Guðrún í veðurmælingum til 58 ára.

Við hittum þrjár konur í jafnmörgum landshlutum og kynnumst störfum þeirra fyrr og nú. Við byrjum í Ísafjarðardjúpi þar sem við hittum Stellu Guðmundsdóttur, sem hefur staðið vaktina í Heydal í nær tvo áratugi. Þá höldum við í Bókakaffi í Fellabæ þar sem Gréta Sigurjónsdóttir, sem margir þekkja sem Grétu úr Dúkkulísunum, galdrar fram kótilettur og fiskilummur, en líka ljúfa tóna. Og lokum heyrum við af veðurathugunum til 58 ára en Guðrún Sveinbjörnsdóttir tók veðrið fyrir Veðurstofuna á Mýri í Bárðardal í öll þessi ár.

Innslög í þáttinn unnu Halla Ólafsdóttir, Rúnar Snær Reynisson og Ágúst Ólafsson.

Umsjón: Halla Ólafsdóttir

Birt

14. jan. 2022

Aðgengilegt til

16. jan. 2023
Sögur af landi

Sögur af landi

Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli.