Sögur af landi
Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli.
Sögur af landi hefja aftur göngu sína í dag eftir sumarfrí. Í þættinum er rætt við Mývetninginn Inga Þór Yngvason, en hann var einn þeirra sem tók þátt í sprengingunni á Miðkvíslarstíflu fyrir 50 árum síðan. Ingi Þór segir frá veiðiskap og fuglavernd við Mývatn, þátttöku sinni í Miðkvíslarsprengingunni, sem og forláta fallbyssu sem hann neyddist til að fela fyrir yfirvöldum. Í þættinum verður einnig farið í heimsókn í Háskólann á Bifröst. Þar er rætt við Margréti Jónsdóttir Njarðvík, sem tók við starfi rektors í sumar. Þar var auk þess rætt við þau Egil Örn Rafnsson og Bryndísi Ingu Reynis, nemendur við skólann sem nýfluttir eru í háskólaþorpið á Bifröst.
Efni í þáttinn unnu Úlla Árdal og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli.