Sögur af landi

Flakkað um Svarfaðardal og Skíðadal: Fyrri hluti

Í þættinum er farið á flakk um Svarfaðardal og Skíðadal og íbúar teknir tali. Í þessum fyrri þætti er farið fram í Skíðadal og hjónin Dagur Óskarsson og Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir heimsótt, en þau búa á bænum Þverá. Þau segja frá lífi þeirra, hvað varð til þess þau ákváðu flytja út í sveit og hvaða áskoranir fylgja því gera upp gamlan sveitabæ. Ferðinni er síðan heitið til Steindyra, bæjar í vestanverðum Svarfaðardal, og þar tekur á móti okkur Gunnhildur Gylfadóttir. Hún segir frá búskapnum á Steindyrum og rifjar upp óveðrið í desember þegar þessi sveit var án rafmagns í marga daga auk þess sem samgöngur og fjarskipti lágu niðri.

Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Birt

24. apríl 2020

Aðgengilegt til

26. apríl 2021
Sögur af landi

Sögur af landi

Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli.