Saga hlutanna

Hubble geimsjónaukinn

Í þætti dagsins ætlum við fræðast um Hubble geimsjónaukann sem hefur kennt okkur mönnunum ýmislegt um geiminn síðast liðin 25 ár.

Við fáum heyra sögu sjónaukanna sem fer aftur um nokkur hundruð ár og menn eins og Galileo Galilei og Isak Newton koma við sögu.

Hvernig virka sjónaukar, spegilsjónaukar annarsvegar og linsusjónaukar hins vegar.

Hverju breytti sjónaukinn?

Hvað hefur Hubble kennt okkur?

Hvernig er gert við hann ef hann bilar?

Munum við einhverntímann svar við spurningunni um það hvort alheimurinn endi einhversstaðar?

Í lok þáttar tölum við svo aðeins um Mars.

Sérfræðingur þáttarins er: Sævar Helgi Bragason

Frumflutt

27. apríl 2016

Aðgengilegt til

22. júlí 2024
Saga hlutanna

Saga hlutanna

Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.

,