Píanógoðsagnir

Píanógoðsagnir

Víkingur Heiðar Ólafsson fjallar á persónulegum nótum um upptökur þeirra píanóleikara sem hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Í átta þáttum kennir ýmissa grasa en við heyrum við m.a. fágætar tónleikaupptökur með Glenn Gould, kynnumst tilþrifum hins unga Vladimir Horowitz og hlýðum á lokatónleika Dinu Lipatti, rúmenska píanóleikarans sem lést rúmlega þrítugur árið 1950. Umsjón: Víkingur Heiðar Ólafsson.