
"Mamma mín" og friðarverðlaunahafi Nóbels
Venesúelabúinn María Corina Machado fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2025. Hún er 56 ára gömul og hefur barist gegn einræðisstjórnum Hugo Chavez og Nicolas Maduro í bráðum þrjá áratugi. Hún er helsti og þekktasti stjórnarandstæðingurinn í Venesúela.
Hver er þessi kona og um hvað snýst barátta hennar?
Saga hennar er sögð í þessum þætti. Rætt er við innlenda og erlenda sérfræðinga og stjórnmálaskýrendur um ástandið í Venesúela og horft fram á veginn í baráttu Maríu Corinu við stjórn Nicolas Maduro.