Kraftaverkamaður í íslenskri tónlistarsögu

Frumflutt

17. maí 2012

Aðgengilegt til

10. maí 2025
Kraftaverkamaður í íslenskri tónlistarsögu

Kraftaverkamaður í íslenskri tónlistarsögu

Minningarþáttur um Róbert Abraham Ottósson, sem Ingibjörg Eyþórsdóttir gerði árið 2012 þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu hans. Róbert fæddist 17. maí 1912 í Þýskalandi og lærði á píanó og hljómsveitarstjórn. Vegna uppgangs Nasista fór hann til Frakklands og Danmerkur en flutti til Íslands árið 1935. Róbert hafði mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf; var píanóleikari, tónlistarkennari, kórstjóri, hljómsveitarstjóri, tónskáld, fræðimaður, kórstjóri og háskólakennari.

Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir. Rætt er við Árna Heimi Ingólfsson, Jakob Benediktsson, Þorgerði Ingólfsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Einnig heyrast brot úr fréttatímum þar sem Magnús Bjarnfreðsson og Margrét Indriðadóttir ræða við Róbert og brot úr viðtali sem Þorkell Sigurbjörnsson átti við hann.

Þátturinn er endurfluttur í tilefni af því 10. mars s.l. voru 50 ár liðin frá andláti hans.

(Áður á dagskrá 2012.)

,