Kindur

Kindur

Féð sem fylgir manninum en fer samt sínar eigin leiðir.

Fjallað er um sauðfé og fólk sem spáir líklega meira í kindur en þær í því. Við förum í fjárhús og kynnumst einstökum kindum, fólki og fræðunum sem þeim tengjast.

Viðmælendur eru:

Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Hafdís Sturlaugsdóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Elín Traustadóttir, Karólína Elísabetardóttir, Kristjana Maj Hjaltadóttir, Marinó Helgi Sigurðsson, Matthías Sævar Lýðsson, Ólafur Magnússon, Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld, Bryndís Marteinsdóttir og Jóhanna Kristjánsdóttir.

Tónlistin er eftir Magnús Jóhann og Skúla Sverrisson.

Um hljóðmynd sjá kindurnar á Geirastöðum í Syðridal við Bolungarvík.

Myndin fyrir þáttinn er tekin af Karólínu Elísabetardóttur af kindinni Auði.

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.

Umsjón: Halla Ólafsdóttir.