Hver vegur að heiman...

Fléttuþáttur eftir Lísu Pálsdóttur

Einstakur fléttuþáttur eftir Lísu Pálsdóttur um Ólaf Halldórsson, sem byrjaði ungur ferðast og hefur farið um víða veröld, oft gangandi með pokann á bakinu um fjöll og firnindi.

Frumflutt

7. jan. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hver vegur að heiman...

Hver vegur að heiman...

Fléttuþáttur sem fjallar um Ólaf Halldórsson sem ferðast hefur um heiminn. Þátturinn er frá árinu 2007, og segir Ólafur frá lífi sínu, og þeim breytingum sem höfðu orðið á lífi hans þá. Ólafur byrjaði ungur ferðast og hefur farið um víða veröld, oft gangandi með pokann á bakinu um fjöll og firnindi. Hann var í mikilli neyslu og hefur lent í ýmsu um ævina. Ólafur er múslimi og biður reglulega og fer í moskuna. Hann kvæntist pakistanskri ekkju með barn fyrir rúmu ári áður en þátturinn var gerður, en þau þekktust ekki fyrir brúðkaupið. Þau bjuggu á Íslandi en núna er Ólafur búsettur í Kenýa í Afríku. Ólafur stofnaði sumarið 2018 styrktarfélag og regnhlífasamtökin Björt sýn, sem byggði og rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Homa Bay í Kenýa, skammt frá Viktoríuvatni. Einnig rekur félagið barnaskóla á sama stað. Þessi starfsemi hófst áratug eftir þátturinn var gerður.

Umsjón: Lísa Pálsdóttir.

,