Hulda

Frumflutt

28. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hulda

Hulda

Frá Eskifirði til Ameríku og aftur heim.

Heimsókn til Huldu Emilsdóttur, söngkonu, sem fæddist á Eskifirði árið 1930 og sló snemma í gegn sem tónlistarkona. Hún söng gjarnan við eigin undirleik á gítar en starfaði einnig með öðrum tónlistarmönnum, til dæmis söngvaranum Sigurði Ólafssyni. Meðal þekktustu laga eru þeirra Halló og Bergmál hins liðna, hvor tveggja eftir Freymóð Jóhannsson (Tólfta september). Seinna fluttist Hulda til Bandaríkjanna og hugðist dvelja þar í tvö ár en ílengdist í fimmtíu ár og allan þann tíma starfaði hún við tónlist. Hljómplatan Hulda at the Summit kom út árið 1968, kennd við Summit klúbbinn þar sem Hulda tróð upp á sínum tíma nánast á hverju kvöldi. Meðal laga á þeirri plötu eru til dæmis Geng ég fram á gnípur, Söngur förusveinsins og Yellow bird.

Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir

,