
Hlustum á heiminn | Sigga Steina og útvarpið
Þáttur tileinkaður útvarpskonunni Sigríði Steinunni Stephensen, Siggu Steinu (1961 - 2025).
Sigga Steina starfaði á Rás 1 í tæp 24 ár og annaðist dagskrárgerð af fjölbreyttum toga. Hún var í ritstjórnum magasínþátta svo sem Morgunvaktarinnar og Víðsjár, annaðist tónleikakynningar af ýmsu tagi, bjó til metnaðarfulla heimildaþætti og stýrði tónlistarþættinum Til allra átta um árabil þar sem hún kynnti tónlist frá öllum heimshornum fyrir hlustendum Rásar 1. Hér verður brugðið upp svipmynd af útvarpskonunni Siggu Steinu, seilst í hljóðritasafn Ríkisútvarpsins eftir hljóðbrotum og minningum og fyrrum samstarfsmenn, þau Hanna G. Sigurðardóttir, Haukur Ingvarsson, Lana Kolbrún Eddudóttir og Óðinn Jónsson hugleiða galdurinn í góðu útvarpi.
Umsjón: Elísabet Indra Ragnarsdóttir