Hlébarðinn

Þáttur 1 af 2

Frumflutt

22. júní 2014

Aðgengilegt til

27. apríl 2025
Hlébarðinn

Hlébarðinn

Fjallað er um skáldsöguna Hlébarðann eftir ítalska höfundinn Giuseppe di Lampedusa. Sagan gerist á Sikiley á seinni hluta nítjándu aldar og hefst árið 1860 þegar Garibaldi steig þar á land með sveit sína, en það leiddi til sameiningar Ítalíu í eitt ríki. Aðalpersónan er Fabrizio fursti og lýsir sagan viðbrögðum hans og fjölskyldunnar við miklum þjóðfélagsbreytingum sem gjörbreyta stöðu hennar. Giuseppe di Lampedusa var af aðalsætt. Hann hugsaði um efni sögunnar í aldarfjórðung, en Hlébarðinn kom fyrst út 1958, höfundi látnum. Vakti sagan mikla athygli og var þýdd á mörg tungumál, á íslensku af Tómasi Guðmundssyni 1963. Leikstjórinn Visconti gerði fræga kvikmynd eftir Hlébarðanum með Burt Lancaster í aðalhlutverki.

Umsjón hefur Gunnar Stefánsson, en lesari er Þór Tulinius.

,