Hallgrímur kvað: Tónverk fyrir rafmagnshljóðfæri, trumbur og söng

Þáttur 1 af 2

Frumflutt

9. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hallgrímur kvað: Tónverk fyrir rafmagnshljóðfæri, trumbur og söng

Hallgrímur kvað: Tónverk fyrir rafmagnshljóðfæri, trumbur og söng

Tónverkið Hallgrímur kvað, sem Karl Sighvatsson og Jón Kristinn Cortez sömdu við Passíusálma Hallgríms Péturssonar, vakti töluverða athygli þegar það var frumflutt á páskum 1972 í Tónabæ. Verkið flutt í beinni útsendingu í Útvarpinu á páskum 1974 og var það í fyrsta sinn sem íslenskt rokktónverk var flutt í beinni útvarpsútsendingu hér á landi.

Jón Kristinn Cortez, annar höfunda verksins, rifjar upp hvernig þetta kom til á sínum tíma.

Þeir sem flytja verkið eru: Gylfi Kristinsson, söngvari, Karl Jóhann Sighvatsson, orgelleikari og söngvari, Jón Kristinn Cortez bassaleikari og söngvari, Þorvaldur Rafn Haraldsson trommuleikari, Þórður Árnason gítarleikari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Magnús Þrándur Þórðarson flytur formálsorð.

Umsjón með þættinum hefur Jónatan Garðarsson.

,