
Gamlársgaldur DJ Margeirs
DJ Margeir boðar innreið nýs árs með ferðalagi um tíma og rúm, þar sem hlutverk danstónlistarinnar verður að brúa bilið á milli hins séða og óséða, raunverulega og ímyndaða. Hinn fullkomni undirbúningur fyrir þá óendanlegu möguleika sem nýtt ár hefur upp á að bjóða.
Hver hljóðbylgja er sérvalin til þess að ögra og víkka huga hlustenda og leiða í gegnum tilfinningalegt og andlegt ferðalag sem er bæði fyrirsjáanlegt og óvænt.