Frá þjóðhátíð í Reykjavík

Bein útsending frá hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni og hátíðarhöldum á Austurvelli.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og séra Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari.

Sveinn Valgeirsson predikar.

Organisti og kórstjóri: Guðmundur Sigurðsson, dómorganisti.

Dómkórinn syngur.

Einsöngur: Kristinn Sigmundsson.

Forspil: Himna rós, leið og ljós. Sálmaforleikur yfir íslenskt þjóðlag eftir Ragnar Björnsson.

Sálmur 780: Ég byrja reisu mína. Reisusálmur Hallgríms Péturssonar. Raddsetning: Smári Ólason.

Sálmur 559: Til þín, Drottinn hnatta og heima. Lag: Þorkell Sigurbjörnsson. Texti: Páll V.G. Kolka.

Sálmur 453: Festingin víða, hrein og há. Lag: Atli Heimir Sveinsson. Texti: Jónas Hallgrímsson. Raddsetning: Hildigunnur Rúnarsdóttir.

Eftir predikun:

Einsöngur: Kristinn Sigmundsson. Þótt þú langförull legðir. Lag: Sigvaldi Kaldalóns. Texti: Stephan G. Stephenson.

Sálmur 516: Ó, Guð vors lands. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Texti: Matthías Jochumsson.

Eftirspil: Prelúdía í e moll eftir Friðrik Bjarnason.

*Hátíðardagskrá:

Fjórir hornleikarar, Stefán Jón Bernharðsson, Asbjörn Ibsen Bruun, Emil Friðriksson og Frank Hammarin, úr Sinfóníuhljómsveiti Íslands, leika ættjarðarlög af svölum Alþingis.

Karlakórinn Fóstbræður syngur Yfir voru ættarlandi. Stjórnandi: Árni Harðarson.

Kransberar: Tera Rún Jórunn Júlíusdóttir og Tómas Böðvarsson.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni minnisvarða Jóns Sigurðssonar.

Karlakórinn Fóstrbræður syngur Lofsönginn Ó, Guð vors lands.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur hátíðarræðu.

Karlakórinn Fóstbræður syngur Hver á sér fegra föðurland.

Ávarp fjallkonunnar.

Fjórir hornleikarar leika Ég við elska mitt land.

Kynnir: Gunnar Hansson.

Frumflutt

17. júní 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Frá þjóðhátíð í Reykjavík

Frá þjóðhátíð í Reykjavík

Bein útsending frá hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni og hátíðarhöldum á Austurvelli.

Forseti Íslands leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni minnisvarða Jóns Sigurðssonar.

Forsætisráðherra ávarpar þjóðina.

,