
Europe's biggest gig
Rás 2 tekur þátt í stærsta útvarpsþætti Evrópu. Þátturinn er sendur út á fimm ríkisútvarpsstöðvum samtímis og er markmið hans að kynna nýja tónlist í hverju og einu landi fyrir sig. Fulltrúi Íslands er tónlistar- og leikkonan Elín Hall. Stöðvarnar sem taka þátt eru BBC Radio 1 í Bretlandi, RTE 2FM á Írlandi, VRT Studio Brussel í Belgíu, WDR 1Live í Þýskalandi og svo RÚV Rás 2 á Íslandi.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Þulur á íslensku: Hulda Geirsdóttir.