
Bergmál úr garðinum
Verk fyrir söngrödd, harmóníku og slagverk eftir Hauk Tómasson, samið við prósabrot eftir Thor Vilhjálmsson.
Tónlistarhópurinn KIMI flytur, en hópinn skipa söngkonan Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, harmóníkuleikarinn Jónas Ásgeir Ásgeirsson og Katerina Anagostodou slagverksleikari.
Hljóðritun frá frumflutningi verksins á tónlistarhátíðinni Seiglu í ágúst sl. en tónleikarnir voru helgaðir aldarminningu Thors Vilhjálmssonar.