16:05
Rokkland
Amy Winehouse, Natalie Bergman og The Coral
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Í Rokklandi í dag heyrum við aðeins í Amy Winehouse hjá BBC en það var að koma út plata sem heitir Amy Winehouse at BBC, en í sumar er áratugur síðan hún lést aðeins 27 ára gömul úr afengiseitrun.

Við kynnumst bandarísku tónlistarkonunni Natalie Bergman og fyrstu sólóplötunni hennar sem heitir Mercy og er hálfgerð gospelplata. Coldplay kemur við sögu og Los Lobos, Bobby Gillespie og Jehnny Beth og Inhaler en mesta púðrið fer í ensku hljómsveitina The Coral sem kemur frá smábænum Hoylake skammt frá Liverpool. Coral var að senda frá sér 10undu plötuna sína núna 30. Apríl. Þetta er stór og mikil tvöföld plata, Konsept plata ? 24 lög (og kynningar). Platan náði 2. sæti breska vinsældalistans þegar hún kom út.

Var aðgengilegt til 16. maí 2022.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
,