
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallar eftir því í áramótapistli að árið í ár verði gert að ári barnsins, og það helgað baráttunni gegn fátækt barna og aðgerðum til að bæta hag þeirra. Sonja Ýr ræddi þetta, og skýrslu um brúun umönnunarbilsins, á Morgunvaktinni.
Arthúr Björgvin Bollason sagði frá árinu framundan í Þýskalandi, meðal annars kosningum í fimm fylkjum landsins. Hann talaði líka um víðtækt rafmagns- og hitaleysi í Berlín, sem var vegna skemmdarverka.
Um áramótin færðist Listasafn Einars Jónssonar undir hatt Listasafns Íslands. Því verður fagnað með þrettándagleði síðar í dag. Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, og Edda Kristín Sigurjónsdóttir, garðyrkjufræðingur og myndlistarkona, komu í þáttinn.
Tónlist:
Hot Eskimos - Álfar.
Hot Eskimos - Fjöllin hafa vakað.
Reinhard Mey - Es schneit in meinen Gedanken.
Þrjú á palli - Ólafur Liljurós.

07:30

08:30
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Trausti ræðir fagurfræði, mannúð og tilfinningar í tengslum við arkitektúr. Hann segir einnig frá sýningu sem verður í Hönnunarsafninu þar sem hann sýndir ornament sín.


Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.

Fólk úr ýmsum áttum flytur stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni.
Uppástand. Þema: Inngilding. Hjörtur Heiðar Jónsson foreldri.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Við höldum áfram umræðu um Venesúela í þætti dagsins og beinum nú sjónum að olíunni þar, en Venesúela hefur yfir að ráða stærstu olíulindum heims.
Rætt er við Brynjólf Stefánsson, sjóðstjóra og sérfræðing í hrávörum, og Hólmfríði Garðarsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]


Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Eftir að Borgar Magnason kynntist kontrabassanum voru örlög hans ráðin, ekkert komst að nema tónlist upp frá því. Á síðustu árum hefur hann starfað með fjölda tónlistarmanna og helst samið tónlist fyrir verkefni annarra, fyrir myndlist, kvikmyndir og leikhús, en setur líka saman músík fyrir sjálfan sig þegar færi gest.
Lagalisti:
Óútgefið - Voyages / Cue 2
Óútgefið - Faðirinn: Eftirleikur
Óútgefið - Smán: Harmljóð
Óútgefið - Skriða (brot)
Come Closer - Going Gone
Óútgefið - Voyages / Cue 15
Óútgefið - Sometimes We Look Up

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þættinum er gluggað í frásögn sem skáldið Bólu-Hjálmar ritaði eftir Höskuldi Jónssyni bónda, vinnumanni og sjómanni sem lýsir lífsbaráttunni í upphafi 19. aldar, þar á meðal gríðarlegu snjóflóði gróf bæ hans á kaf, svo kona hans og börn voru þar innilokuð í 18 daga.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.


Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Nokkur vel valin lög


Dánarfregnir.
Það er þrettándinn, síðasti dagur jóla, sól hækkar á lofti og jólasveinarnir eru á hraðferð til fjalla. Hátíðin verður kvödd af einvalaliði söngvara og tónlistarmanna. Sniglabandið, Friðrik Ómar, Stefán Karl , Björgvin Halldórsson, Haukur Heiðar, Ríó tríó, Diddú, Óskar Pétursson, Grettir Björnsson, Grétar Geirsson, Ari Jónsson, Steinar Berg, Laddi, Ómar Ragnarsson, Helga Möller, Haukur Morthens, Ragnar Bjarnason, Eivör, Geir Ólafsson, Bogomil Font, Kristinn Sigmundsson o.fl. halda gleði hátt á loft.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Áður á dagskrá 2013.

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]

Kaflar úr bók Ólafs Ólafssonar kristniboða
Helgi Elíasson bankaútibstj. las árið 1977


frá Veðurstofu Íslands

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Um áramótin tóku nýir eigendur við Jónsabúð á Grenivík. Hjónin Jón Stefán Ingólfsson og Jórlaug Daðadóttir, kölluð Systa, stóðu vaktina í búðinni tæplega 50 ár en nýir eigendur eru Erica Rivera og Hreinn Skúli Erhardsson. Þau eru að spreyta sig á verslunarrekstri í fyrsta skipti. Við heyrðum í Hreini Skúla og komumst að því hvernig er að taka við búð í 320 manna þorpi í samkeppni við stórverslanir á Akureyri.
Eftir að Bandaríkin réðust inn í Venesúela birti kona að nafni Katie Miller færslu á samfélagsmiðlinum X sem var einfaldlega mynd af Grænlandi, skreytt bandaríska fánanum, og orðið: „Soon“ eða „Bráðum“. Katie þessi er eiginkona Stephen Miller, eins nánasta samstarfsmanns Donalds Trump og hefur hann í kjölfarið gengið alla leið í ítrekuðum yfirlýsingum sínum um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Íslenska málmleitarfyrirtækið Amaroq hefur fundið gull og sjaldgæfa málma á borð við germaníum og gallíum á Grænlandi. Eldur Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins, mætti í Morgunútvarpið.
Lögregla hefur undanfarið lokað vefverslunum með áfengi en slík verslun hefur lengi verið á gráu svæði. Eigendur áfengisverslunarinnar Sante.is birtu opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um helgina og sögðu að yfirvöld hafi brugðist skyldu sinni með því að taka ekki afstöðu til lagalegrar stöðu netverslana með áfengi. Þá kölluðu þeir eftir því að Alþingi fjallaði um málið í stað þess að láta lögreglu og dómstóla skera úr um grundvallarréttindi fyrirtækja og neytenda. Víðir Reynisson er formaður allsherjar- og menntamálanefndar og mætti í Morgunútvarpið.
Hópur utan um ímyndað húsfélag á Facebook telur nú rúmlega 22 þúsund manns, sem birta fjölmargar færslur á dag, þar sem settar eru upp ótrúlegar aðstæður í Skakkagerði 99. Hvað gengur þarna á og hvernig hófst þetta? Morgunútvarpið boðaði til fundar í húsfélaginu og heyrði í formanninum Baldvin Ómari Guðmundssyni.

07:30

08:30

Létt spjall og lögin við vinnuna.

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.

Útvarpsfréttir.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.



Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.


Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson