
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Oddur Bjarni Þorkelsson flytur.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínilplata vikunnar að þessu sinni er safnplatan Söngvar frá Íslandi sem gefin var út af Íslenskum tónum árið 1960 og inniheldur samtals 26 lög á tveimur vínilplötum. Plöturnar innihalda einsöngs- og kórlög af ýmsum toga, sem áður höfðu komið út á 78 og 45 snúninga plötum hjá útgáfunni auk laga sem ekki höfðu áður verið gefin út.
Í þessum þætti verður fyrri plötunni af tveimur gerð skil.
Á A-hlið plötunnar eru sex lög og það fyrsta er flutningur Ketils Jenssonar og Þjóðleikhússkórsins á broti úr óperunni Cavaleria Rusticana, Fagurt skín í skærum skálum. Næsta lag syngur Kristinn Hallsson, lag eftir Skúla Halldórsson sem heitir Hinn suðræni blær, en Skúli leikur einnig undir á píanó. Þá er komið á Guðrúnu Á. Símonar með annað lag úr Óperunni Cavaleria Rusticana, Lofið Drottinn, sem hún flytur ásamt Þjóðleikhúskórnum og líkt og fyrra lagið er flutningurinn undir stjórn Viktors Urbancic. Fjórða lagið flytur höfundurinn sjálfur, Sigfús Halldórsson, en það er lagið Í dag, við ljóð Sigurðar Sigurðssonar frá Arnarholti. Enn ertu fögur sem forðum í flutningi Þorsteins Hannessonar er fimmta lagið, og þar leikur undir Fritz Weisshappel. Lagið er eftir Árna Thorsteinsson og ljóðið er eftir Guðmund Guðmundsson skólaskáld. Lokalagið á fyrri hlið plötunnar er lagið Þú situr sem glóeyg í garði, lag úr óperettunni Í álögum eftir Sigurð Þórarinsson og Dagfinn Sveinbjörnsson, sungið af Magnúsi Jónssyni og Guðrúnu Á. Símonar og undir stjórn Victors Urbancic.
Á B-hlið plötunnar er fyrsta lagið Þú eina hjartans yndið mitt, lag Sigvalda Kaldalóns við ljóð Guðmundar Geirdal, sungið af Þuríði Pálsdóttur við undirleik Fritz Weisshappel. Þá er komið að laginu Kveðja eftir Þórarinn Guðmundsson, sem María Markan flytur við undirleik Fritz Weisshappel á ný. Þriðja lagið er lag Sigurðar Birkis við ljóð Einars Jónssonar frá Húsavík, Til söngsins, flutt af Guðmundi Jónssyni og Karlakór Reykjavíkur, stjórnandi er Sigurður Þórðarson. Fjórða lagið er Ave María Sigvalda Kaldalóns við texta Indriða Einarssonar, en það flytur Sigurður Björnsson með kvennakór undir stjórn Ragnars Björnssonar, en undirleikari er Magnús Blöndal Jóhannsson. Fimmta lagið er Rósin eftir Árna Thorsteinsson við ljóð Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds. Flutt af armenska baritón söngvaranum Pavel Lisitsian við undirleik Tatjönu Kravtchenko. Síðasta lag plötunnar er svo lagið Mamma mín eftir Skúla Halldórsson í flutningi Sigurðar Ólafssonar, en höfundurinn leikur sjálfur undir.
Umsjón: Stefán Eiríksson.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Veðurstofa Íslands.
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
19. öldin er öld ljóðlistar í íslenskum bókmenntum. Og mörg bestu ljóðin, þar með talin sum þekktustu ættjarðarljóðin, voru ort í Kaupmannahöfn. Það þurfti fjarlægð borgarinnar til að geta lofsungið landið.
Rætt við Guðmund Andra Thorsson og Guðjón Friðriksson.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir vikulokanna voru þau Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi borgarstjóri. Þau ræddu meðal annars vendingar í borgarstjórn þar sem meirihlutinn er sprunginn og viðræður um myndun nýs meirihluta standa yfir, stöðuna í kjaradeilu kennara og alþjóðamál út frá yfirlýsingum Bandaríkjaforseta í vikunni.
Útvarpsfréttir.
Meirihlutinn í borginni sprakk í gærkvöld þegar borgarstjóri sleit samstarfinu. Oddvitar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins eru í viðræðum um myndun nýs meirihluta.
Formaður Framsóknarflokksins segist hafa fullan skilning á því að flokkssystkin hans hafi sprengt meirihlutasamstarfið í Reykjavík, það hafi átt sér talsverðan aðdraganda. Formaður Samfylkingarinnar vill ekki tjá sig um stöðuna.
Dregið hefur verulega úr smithættu fuglainflúensu í ljósi færri tilkynninga um dauða fugla. Öll sýni sem greind hafa verið undanfarnar tvær vikur reyndust neikvæð.
Donald Trump er þriðji Bandaríkjaforsetinn sem viðrar þá hugmynd að Bandaríkin kaupi Grænland. Prófessor í sagnfræði segir við þó lifa á öðrum tímum nú þar sem ríki geti ekki bara farið um heiminn og hirt upp lönd sem þau vilja.
Fyrri undanúrslit Söngvakeppninnar eru í kvöld. Þar keppa fyrri fimm lögin og þrjú komast áfram í úrslit. Símakosning almennings ræður úrslitum.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir varð í 29. sæti í bruni kvenna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Austurríki í morgun. Það er næstbesti árangur íslenskrar konu í bruni frá upphafi.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Donald Trump er ekki fyrsti forseti Bandaríkjanna sem viðrar hugmyndir um kaup á Grænlandi. Harry Truman vildi kaupa Grænland í upphafi kalda stríðsins og Andrew Johnson skoðaði hugmyndina sömuleiðis á nítjándu öld. En er þá ekki hægt að ekki hægt að líta á hugmyndir Trumps um kaup á Grænlandi með tilvísun í söguna og forvera hans sem höfðu sambærilegan áhuga á þessu nágrannalandi? Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og blaðamaðurinn Árni Snævarr ræða við Birtu Björnsdóttur um sögulegan áhuga Bandaríkjamanna á Grænlandi og hið flókna samband Danmerkur og Grænlands.
Undir lok síðasta árs bárust fregnir af því að Rússum hefði borist liðsauki í stríðinu gegn Úkraínu. Norðurkóreskar hersveitir voru mættar á vígvöllinn. Eins og flest allt sem viðkemur einræðisríkinu Norður-Kóreu eru hlutverk og þátttaka þessara hersveita sveipuð leynd. Ólöf Ragnarsdóttir rýndi í það sem hefur þó komið fram og ræddi við Jón Björgvinsson, sem hefur margoft farið á vígvöllinn í Úkraínu.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarkonan Singrún Jónsdóttir var búin að spila allskonar tónlist með allskonar listamönnum víða um heim þegar hana fór að langa að semja tónlist fyrir sjálfa sig. Fyrsta platan kom út fyrir átta árum og síðan eru komnar fimm plötur og fimm smáskífur með allskonar músík.
Lagalisti
Onælan - Vex
Hringsjá - Vítahringur
Hringsjá - yyUyy
Tog - Haltu Fast
Tog - Djúpbláir
Smitari - Grandi
Onælan - Anneal Me
Onælan - Heyrir
Arfur - Dagsmóðir
Monster Milk / Thirst for first - Monster Milk / Thirst for first
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Í þættinum er fjallað um hugtakið áköf mæðrun sem bandaríski félagsfræðingurinn Sharon Hayes kom fram með árið 1996, til að lýsa því, hvernig skilgreiningin á móðurhlutverkinu hefur breyst frá því sem áður var. Áður var talið nóg að mæður elskuðu börnin sín og sinntu grunnþörfum þeirra en það var ekki krafa um að uppeldið væri fullkomið.
Umsjón: Anna Mjöll Guðmundsdóttir

Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.
Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.
Umsjón: Vernharður Linnet
3. Þáttur.
Eftir lát Bix Beiderbecks var Bunny Berigan fremstur allra hvítra djassleikara, en varð skammlífur einsog Bix. Hann lék með ýmsum stósveitum og var frægur fyir sólóa sína með Benny Goodamn og Tommy Dorsey. Í þessum þætti heyrum við hann með Dorsey bræðrunum, Bing Crosby, Billie Holliday, Mildred Bailey, eigin hljómsveitum og ýmissa annarra í upptökum frá 1933 til 1937.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Bob Dylan er og hefur alltaf verið dulkóðaður fjöllistamaður. Þekktur fyrir að halda þétt að sér spilunum þegar forvitnir fjölmiðlamenn bera undir hann einfaldar spurningar. Stundum bullar hann í þeim eða svarar í stuttri leyndardómsfullri setningu. Að baki honum er heil hillustæða af bókmenntum frá 20. öld og aftur til fornaldar. Rimbaud, Blake, Whitman, Kerouac og Hómer. Hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 2016 og yfir honum er alltaf brakandi skáldskaparsól, rithöfundar, textar og trúarrit sem móta hann ekki síður en tónlist. Í þættinum þessa vikuna er dagskráin einföld: Dylan og bókmenntir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Viðmælendur: Guðmundur Andri Thorsson, Fríða Ísberg og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Tónlist:
Lay, lady, lay
It ain't me babe
With God on our side
A hard rain's a gonna fall
You're gonna make me lonesome when you go
Gates of Eden
The times they are a changin'
When the ship comes in
The ballad of Frankie Lee and Judas Priest
Mr. Tambourine Man
Don't think twice, it's' all right
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti
Skúli Sverrisson - The sound of snow.
Armstrong, Louis, Langford, Frances, Crosby, Bing - Pennies from heaven.
Kristjana Stefánsdóttir - Heim nú reikar hugurinn.
Jordan, Clifford, Richmond, Dannie, Dolphy, Eric, Charles Mingus Sextet, Coles, Johnny, Mingus, Charles, Byard, Jaki - Sophisticated lady.
Johnson, Gus, Fitzgerald, Ella, Levy, Lou, Bennett, Max - I loves you Porgy (live).
Simone, Nina - Go to hell.
Mance, Junior, Mance, Junior Trio, Roker, Mickey, Kral, Irene, Cranshaw, Bob - This is always.
ADHD Hljómsveit - Ása.
Sigmar Þór Matthíasson - Fordómalausir tímar.
Orchestre National de Jazz, Lehman, Steve - 39.
Stórsveit Reykjavíkur, Mintzer, Bob, Jóel Pálsson, Snorri Sigurðarson - Song based on Bergmann epigrams.
Fréttir
Fréttir
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu í dag áfram viðræðum um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Viðræðum er lokið í dag og eru að sögn ekki langt komnar.
Einungis ein flugbraut er í notkun á Reykjavíkurflugvelli eftir að austur-vestur flugbraut var lokað á miðnætti í nótt, þar sem hæð trjágróðurs í Öskjuhlíð er talin ógna flugöryggi. Forstjóri Samgöngustofu segir stöðuna alvarlega.
Ásakanir gengu á víxl um ástand fanga og gísla sem Hamas og Ísraelsstjórn skiptust á í dag. Nokkrir Palestínumenn urðu að fara á sjúkrahús og ísraelsku gíslarnir virtust fölir og veiklulegir.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um eitt mannskæðasta flugslys sögunnar, þegar Boeing 747-risaþota í innanlandsflugi brotlenti í fjallendi í Japan 12. ágúst 1985.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Tríó Jason Rebello leikur lögin When Words Fail, Dolphin Street, It's At Times Like These og Wait And See. Kvartett Dave Brubeck leikur lögin Someday My Prince Will Come, The Time Of Our Machine, I Got Rhythm, Deep Purple, All Of Me og The Salmon Strikes Again. Ray Brown og félagar leika lögin Get Happy, My Funny Valentine, Papa's Got A Brand New Bag, Gershwin syrpu, Birks Works og Mysterioso.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
(1997)
Í þessum þætti er fjallað um Felsenborgarsögurnar eftir þýska skáldið Johann Gottfried Schnabel. Lesið er úr íslenskum þýðingum Guttorms Guttormssonar, Daða Nielssonar og Ara Sæmundssonar. Einnig er lesið úr „Heimsljósi" Laxness. Þá er lesið úr nokkrum erlendum „eyjasögum".

Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan leggur hlustendum til hægfara og hljóðláta skammdegistónlist með The Platters, Erlu Þorsteinsdóttur, Alfreð Clausen, Erroll Garner, Lionel Hampton og Ellu Fitzgerald. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir vikulokanna voru þau Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi borgarstjóri. Þau ræddu meðal annars vendingar í borgarstjórn þar sem meirihlutinn er sprunginn og viðræður um myndun nýs meirihluta standa yfir, stöðuna í kjaradeilu kennara og alþjóðamál út frá yfirlýsingum Bandaríkjaforseta í vikunni.

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Sniglabandið á sess í huga og hjarta þjóðarinnar og um þessar mundir fagnar hljómsveitin 40 ára afmæli. Af því tilefni kíkir Björgvin Ploder, trommari og söngvari í fimmu og segir okkur af bassaleikurunum sem breyttu öllu.
Í síðari hlutanum verður áhersla á Söngvakeppninni enda fyrsta undarúrslitakvöld ársins í kvöld. Við heyrum öll lögin sem keppa.
Útvarpsfréttir.
Meirihlutinn í borginni sprakk í gærkvöld þegar borgarstjóri sleit samstarfinu. Oddvitar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins eru í viðræðum um myndun nýs meirihluta.
Formaður Framsóknarflokksins segist hafa fullan skilning á því að flokkssystkin hans hafi sprengt meirihlutasamstarfið í Reykjavík, það hafi átt sér talsverðan aðdraganda. Formaður Samfylkingarinnar vill ekki tjá sig um stöðuna.
Dregið hefur verulega úr smithættu fuglainflúensu í ljósi færri tilkynninga um dauða fugla. Öll sýni sem greind hafa verið undanfarnar tvær vikur reyndust neikvæð.
Donald Trump er þriðji Bandaríkjaforsetinn sem viðrar þá hugmynd að Bandaríkin kaupi Grænland. Prófessor í sagnfræði segir við þó lifa á öðrum tímum nú þar sem ríki geti ekki bara farið um heiminn og hirt upp lönd sem þau vilja.
Fyrri undanúrslit Söngvakeppninnar eru í kvöld. Þar keppa fyrri fimm lögin og þrjú komast áfram í úrslit. Símakosning almennings ræður úrslitum.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir varð í 29. sæti í bruni kvenna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Austurríki í morgun. Það er næstbesti árangur íslenskrar konu í bruni frá upphafi.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi, gestir mæta með margs konar meðmæli og taktviss topptónlist fær að hljóma.
Helgarútgáfan sendi út frá Ísafirði þennan ljúfa laugardag og fékk Kristján Freyr til sín gesti á veitingastaðnum Logni á Hótel Ísafirði. Að venju var farið yfir hvað væri á seyði í menningu og málefnum líðandi stundar og vestfirsk tónlist var afar áberandi í lagavali dagsins. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir leit við í heimsókn og sagði frá fyrstu dögum sínum í stóli bæjarstjóra. Auk þess kom María Rut Kristinsdóttir, alþingismaður Norðvesturkjördæmis í stuttan kaffibolla en hún var á leið á Stútung, þorrablót Önfirðinga. Hér er lagalistinn sem ber sterkt einkenni vestfirsks kjördæmapots:
Frá kl. 12:45
EYÞÓR INGI & LAY LOW - Aftur Heim Til Þín.
B.G. og Ingibjörg - Góða ferð.
SYKURMOLARNIR - Top Of The World.
Steindór Snorrason - Atvinnuþjóðlag.
Lacey, Yazmin, Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.
Urmull - Himnalagið.
Fontaines D.C. - Favourite.
Una Torfadóttir - Um mig og þig.
Formaika - Lasy dazy man.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
FAITH NO MORE - Easy.
UNUN - Sumarstúlkublús.
Karl Olgeirsson - Janúar.
Terrell, Tammi - Ain't no mountain high enough.
Frá kl. 14:00
Þorsteinn Einarsson, Steinunn Jónsdóttir - Á köldum kvöldum.
Ylfa Mist Helgadóttir, Villi Valli - Það liggur ekkert á.
KRASSASIG - Einn Dag Í Einu.
Young, Lola - Messy.
BUTTERCUP - Endalausar Nætur.
JÚNÍUS MEYVANT - Ástarsæla.
Steed Lord - Curtain Call.
Reynir Guðmundsson & Fjallabræður - Hey kanína (Tónaflóð 2016).
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
MUGISON - Gúanó stelpan.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Barn.
Frá kl. 15:00
GRAFÍK - Já Ég Get Það.
Hljómsveit, Jónas Sigurðsson Tónlistarm., Fjallabræður, Magnús Þór Sigmundsson - Hafið eða fjöllin.
Vampire Weekend - This Life.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
Ngonda, Jalen - Illusions.
GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.
BOTNLEÐJA - Fallhlíf.
Græni bíllinn hans Garðars - Senjorinn.
SÍÐAN SKEIN SÓL - Ég Stend Á Skýi.
Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!
Velgengni Doechii, óskalagaboxið, Söngvakeppnin og fleira á boðstólnum í þætti dagsins
Lagalisti:
Unnsteinn Manuel, Logi Pedro & Bríet - Íslenski Draumurinn
Gracie Abrams - That's So True
Electric Light Orchestra - Don't Bring Me Down
Melissa Jefferson - Juice
Doechii - Denial Is A River
Phil Collins & Philip Bailey - Easy Lover
Bía - Norðurljós
Björgvin Halldórsson - Dagar Og Nætur
Royel Otis - Murder On The Dancefloor
GusGus - Arabian Horse
Kendrick Lamar & Rihanna - Loyalty
Bogomil Font & Flís - Þvo Sér Hendur
Soffía Björg - Draumur Að Fara Í Bæinn
Bob Marley & The Wailers - Get Up Stand Up
Alt-J - Fitzpleasure
Crystal Waters - Gypsy Woman (La Da Dee La Da Da)
Coldplay & Beyoncé Knowles - Hymn For The Weekend
Billie Eilish - Bad Guy
Shaboozey - A Bar Song (Tipsy)
Madness - Baggy Trousers
The Ting Tings - That's Not My Name
Mínus - The Long Face
Amyl And The Sniffers - Chewing Gum
Fleetwood Mac - Everywhere
Valdís & JóiPé - Þagnir Hljóma Vel
Robyn - Dancing On My Own

Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins héldu í dag áfram viðræðum um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Viðræðum er lokið í dag og eru að sögn ekki langt komnar.
Einungis ein flugbraut er í notkun á Reykjavíkurflugvelli eftir að austur-vestur flugbraut var lokað á miðnætti í nótt, þar sem hæð trjágróðurs í Öskjuhlíð er talin ógna flugöryggi. Forstjóri Samgöngustofu segir stöðuna alvarlega.
Ásakanir gengu á víxl um ástand fanga og gísla sem Hamas og Ísraelsstjórn skiptust á í dag. Nokkrir Palestínumenn urðu að fara á sjúkrahús og ísraelsku gíslarnir virtust fölir og veiklulegir.

Fréttastofa RÚV.
Tekið er á móti gesti sem fer í gegnum lög sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Joe kíkir í Lagalistann með fullt af svörum/lögum í farteskinu. Við ræðum sífellda flutninga á yngri árum, fimleikafrægð, tvö tímabil í Rússlandi, Reykjavíkurdætur, Cyber og svona mætti lengi telja.
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Það var bara ljúf stemmning í þætti kvöldsins. Fengum dúfusögu frá Guðrúnu og hinn 10 ára Hlynsi gladdi okkur með nærveru sinni.
Svo þegar eitt óskalagið, Þín innsta þrá með BG og Ingibjörgu, hljómaði var Ingi Þór að skoða hver ætti lagið. Í kerfinu stóð að lagið væri erlent efir Rocco Granata nokkurn. Þá fór í gang allsherjarleit á veraldarvefnum af upprunalega laginu og viti menn... það fannst og fékk að hljóma fljótlega eftir 10 fréttirnar.
Tónlist þáttarins:
Young, Lola - Messy.
BEAR MCCREARY - Type III feat. RUFUS WAINRIGHT (MP3).
VIAGRA BOYS - Slow Learner.
Rakei, Jordan - Flowers.
IRON MAIDEN - The Trooper.
FRÆBBBLARNIR - Bjór.
Hjónabandið - Vorganga.
MM - Pop muzik.
BIG THIEF - Change.
B.G. og Ingibjörg - Þín innsta þrá.
FREE - All Right Now.
Spacestation - Í draumalandinu.
Buono Notte Bambino - ROCCO GRANATA
KENNY LOGGINS - Footloose.
BJARNI ARA - Karen.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Heyr mína bæn = Non ho le ta.
MARIANNE FAITHFULL - Why Did We Have To Part.
MAGAZINE - My Tulpa.
DEPECHE MODE - Home.
BILLY IDOL - Mony mony.
NÝDÖNSK - Hólmfríður Júlíusdóttir.
PRINS PÓLÓ - Málning þornar.
DOOBIE BROTHERS - China Grove.
HJÁLMAR - Taktu þessa trommu.
ROD STEWART - Maggie May.
Einar Lövdahl - Um mann sem móðgast.
Countrybólkurin - Storms never last.
JÚNÍUS MEYVANT - Beat Silent Need.