
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallar eftir því í áramótapistli að árið í ár verði gert að ári barnsins, og það helgað baráttunni gegn fátækt barna og aðgerðum til að bæta hag þeirra. Sonja Ýr ræddi þetta, og skýrslu um brúun umönnunarbilsins, á Morgunvaktinni.
Arthúr Björgvin Bollason sagði frá árinu framundan í Þýskalandi, meðal annars kosningum í fimm fylkjum landsins. Hann talaði líka um víðtækt rafmagns- og hitaleysi í Berlín, sem var vegna skemmdarverka.
Um áramótin færðist Listasafn Einars Jónssonar undir hatt Listasafns Íslands. Því verður fagnað með þrettándagleði síðar í dag. Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, og Edda Kristín Sigurjónsdóttir, garðyrkjufræðingur og myndlistarkona, komu í þáttinn.
Tónlist:
Hot Eskimos - Álfar.
Hot Eskimos - Fjöllin hafa vakað.
Reinhard Mey - Es schneit in meinen Gedanken.
Þrjú á palli - Ólafur Liljurós.

07:30

08:30
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Trausti ræðir fagurfræði, mannúð og tilfinningar í tengslum við arkitektúr. Hann segir einnig frá sýningu sem verður í Hönnunarsafninu þar sem hann sýndir ornament sín.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Jasmina Vajzovic stjórnmálafræðingur kom í þáttinn í dag en hún hefur áralanga reynslu af því að vinna í málefnum innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks auk þess að vera sjálf innflytjandi, en fjölskylda hennar þurfti að flýja heimkynni sín í Bosníu undan stríðsátökum á tíunda áratugnum. Hún hefur verið dugleg að tjá sig og svara umræðu um innflytjendur sem hefur farið vaxandi hér á landi og reyndar víðar. Hún hefur innsýn og reynslu sem fáir hafa í þessum málaflokki. Hún hefur til dæmis bent á að frjálslega sé oft farið með tölur og tölfræði og hugtök í þessari umræðu sem hún útskýrði í þættinum í dag.
Einar Sveinbjörnsson kom svo í veðurspjallið í dag. Hann tala fyrst lítillega um veður nýliðins árs. Hitametið margumtalaða og sveiflunan milli ára frá 2024 til 2025. Svo er það veturinn í Evrópu og gömlu mýtuna um þegar það er kalt á Íslandi er milt í Evrópu og öfugt. Á það ekki við nú? Svo að lokum talaði Einar um rakann í loftinu og þurrt inniloftið. Skilgreiningar eins og rakastig og daggarmark lofts.
Tónlist í þættinum:
Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)
Hver stund með þér / Kvartett Einars Scheving og Ragnheiður Gröndal (Einar Valur Scheving)
Unforgettable / The Ink Spots (Irving Gordon)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Fyrrverandi forseti og nýr forseti segjast báðir fara með völdin í Venesúela, sem og Bandaríkjaforseti. Venesúelamenn bíða milli vonar og ótta um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fulltrúar þrjátíu og fimm ríkja eru komnir til fundar í París, þar sem búist er við sameiginlegri yfirlýsingu um vopnahlé og friðarskilmála í Úkraínu. Kristrún Frostadóttir sækir leiðtogafundinn.
Formaður Flokks fólksins boðar breytingar á ríkisstjórninni á föstudaginn. Hún útilokar ekki að skipta sjálf um ráðuneyti.
Framboðsfrestur í leiðtoga-prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út á hádegi. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borginni sækist ein eftir efsta sætinu.
Þrettándabrennur eru víða í dag. Þjóðfræðingur segir þó að minna fari fyrir hátíðahöldum á þrettándanum en áður.
Fulltrúi í skipulags- og umhverfisráði Kópavogsbæjar telur óánægju íbúa á Kársnesi með gerð stofnstígs fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur skrifast á skort á upplýsingum frá bænum, stígurinn auki lífsgæði Kópavogsbúa.
Engar öryggisskoðanir, úttektir á húsnæði eða eldvarnareftirlit hafði farið fram á bar í skíðabæ í Sviss í fimm ár þar sem 40 létust í eldsvoða á nýársnótt.
Málverk eftir Kristínu Jónsdóttur hangir á þeim vegg sem oftast er myndaður á Bessastöðum, skipta á um málverk þar árlega.
Landsliðsþjálfari karla í handbolta, er ánægður með undirbúninginn fyrir EM. Það skýrist þó ekki almennilega fyrr en í komandi vináttuleik gegn Slóveníu hvar liðið stendur. EM hefst eftir 10 daga.
Daglegur þáttur um stór og lítil fréttamál í umsjón Inga Freys Vilhjámssonar og Ingvars Þórs Björnssonar.
Við höldum áfram umræðu um Venesúela í þætti dagsins og beinum nú sjónum að olíunni þar, en Venesúela hefur yfir að ráða stærstu olíulindum heims.
Rætt er við Brynjólf Stefánsson, sjóðstjóra og sérfræðing í hrávörum, og Hólmfríði Garðarsdóttur, prófessor við Háskóla Íslands.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Aðgreindur hjóla- og göngustígur, Kársnesstígur, hefur verið tilefni umræðna meðal íbúa Kópavogs undanfarnar vikur. Stígurinn á að tengjast Fossvogsbrú, fyrstu stóru framkvæmdinni í fyrsta áfanga Borgarlínu, sem tengir vesturhluta Kópavogs og Reykjavíkur yfir Fossvog. Í nóvember samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir stíginn, Kársnesstíg, sem kynnt var fyrir íbúum í lok sama mánaðar. Finnur Pálmi Magnússon, hjólreiðamaður, Kópavogsbúi og stjórnarmaður í Útivistarsamtökum Kársness, fór yfir kosti og galla nýs Kársnesstígs með okkur.
Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins kíkti við í síðari hluta þáttar og sagði okkur hvað vakti mesta athygli á Vísindavefnum árið 2025. Þar var ýmislegt sem tengist samfélagsumræðunni á árinu en annað sem kom skemmtilega á óvart.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttarins:
BENNI HEMM HEMM feat. RETRO STEFSON - FF ekki CC.
LOU REED - Caroline Says II.
Fleet Foxes - Helplessness Blues (#6 plata vikunnar (Helplessness Blues) maí 2011).
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Eftir að Borgar Magnason kynntist kontrabassanum voru örlög hans ráðin, ekkert komst að nema tónlist upp frá því. Á síðustu árum hefur hann starfað með fjölda tónlistarmanna og helst samið tónlist fyrir verkefni annarra, fyrir myndlist, kvikmyndir og leikhús, en setur líka saman músík fyrir sjálfan sig þegar færi gest.
Lagalisti:
Óútgefið - Voyages / Cue 2
Óútgefið - Faðirinn: Eftirleikur
Óútgefið - Smán: Harmljóð
Óútgefið - Skriða (brot)
Come Closer - Going Gone
Óútgefið - Voyages / Cue 15
Óútgefið - Sometimes We Look Up
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þættinum er gluggað í frásögn sem skáldið Bólu-Hjálmar ritaði eftir Höskuldi Jónssyni bónda, vinnumanni og sjómanni sem lýsir lífsbaráttunni í upphafi 19. aldar, þar á meðal gríðarlegu snjóflóði gróf bæ hans á kaf, svo kona hans og börn voru þar innilokuð í 18 daga.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Á sunnudag tekur svokallað Tónfölsunarverkstæði yfir Salinn í Kópavogi. Á verkstæðinu starfar hópur ungs tónlistarfólks sem hefur sérhæft sig í svokölluðum sögulegum spuna, en hópurinn býður áheyrendum upp á tónlist af fjölbreyttu tagi og stíl, en af óljósum uppruna. Við lítum inn á Tónfölsunarverkstæðið og forvitnumst nánar um málið. Við höldum líka áfram með bókarýnina, að þessu sinni rýnir Soffía Auður Birgisdóttir í skáldsögu Fríðu Ísberg, Huldukonuna. Katla Ársælsdóttir fjallar um hina umtöluðu Óristeiu, í leikstjórn Benedicts Andrews, sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu um jólin og við förum á flakk í dag með Henný Hafsteinsdóttur minjaverði Reykjavíkur. Að þessu sinni hittum við Henný framan við byggingu sem eitt sinn var mikil umferðamiðstöð og hálfgert móttökuhúsnæði borgarinnar fyrir ferðamenn. Þetta er að sjálfsögðu BSÍ, sem Gunnar Hansson hannaði um miðja síðustu öld.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Lestu Djöflana eftir Dostojevskí til að skilja samtímann, segir þáttastjórnandi bókaþáttarins á Rás 1. Við fáum bókameðmæli í þætti dagsins, lista af bókum til að lesa árið 2026, The First Bad Man eftir Miröndu July, Perfection eftir Vincenzo Latronico og Hlutirnir eftir Georges Perec.
Elín Hansdóttir hannaði leikmyndina í Óresteiu sem nú er í sýningu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Leikstjórn er í höndum Benedict Andrews og leikurinn í höndum kröftugs fimm manna leikhóps, sem fer með öll hlutverkin. Við ræðum við Elínu um þessa mögnuðu leikmynd sem er rústað og svo aftur sett saman fyrir hverja sýningu.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Nokkur vel valin lög


Dánarfregnir.
Það er þrettándinn, síðasti dagur jóla, sól hækkar á lofti og jólasveinarnir eru á hraðferð til fjalla. Hátíðin verður kvödd af einvalaliði söngvara og tónlistarmanna. Sniglabandið, Friðrik Ómar, Stefán Karl , Björgvin Halldórsson, Haukur Heiðar, Ríó tríó, Diddú, Óskar Pétursson, Grettir Björnsson, Grétar Geirsson, Ari Jónsson, Steinar Berg, Laddi, Ómar Ragnarsson, Helga Möller, Haukur Morthens, Ragnar Bjarnason, Eivör, Geir Ólafsson, Bogomil Font, Kristinn Sigmundsson o.fl. halda gleði hátt á loft.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Áður á dagskrá 2013.

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistin í þættinum:
Álfadans (Nú er glatt í hverjum hól), lag eftir Helga Helgason við texta eftir Sæmund Eyjólfsson. Kristinn Hallsson syngur, og Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur, stjórnandi er Þorkell Sigurbjörnsson.
Stúdíóupptaka úr safni útvarps: Á þrettándakvöldi 1971
Ólafur reið með björgum fram, þjóðlag og þjóðvísa. Svala Nielsen, Sigurveig Hjaltested og Kristinn Hallsson syngja einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi er Þorkell Sigurbjörnsson.
Stúdíóupptaka : Á þrettándakvöldi 1971
Nú líður kvöldið, lag eftri O. Jacobsen, höfundur texta er ókunnur. Kristinn Hallsson syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi er Þorkell Sigurbjörnsson.
Stúdíóupptaka : Á þrettándakvöldi 1971
Ljósið kemur langt og mjótt. Þjóðlag í útsetningu eftir Jón Ásgeirsson. Einsöngvarakórinn syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jón Ásgeirsson stjórnar.
Hljóðritun gerð fyrir Ríkisútvarpið, (Þjóðlagakvöld) 1994.
Ísland. Þjóðlag í útsetningu eftir Jón Ásgeirsson, sungið við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Einsöngvarakórinn syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jón Ásgeirsson stjórnar.
Hljóðritun gerð fyrir Ríkisútvarpið, (Þjóðlagakvöld) 1994.
Hvað er svo glatt. Lag eftir C.E.F. Weyse. Ljóðið orti Jónas Hallgrímsson.
Flytjendur eru tónlistarhópurinn Gadus Morhua sem er svo skipaður: Björk Nielsdóttir, langspil; Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, barokkselló, söngur; Eyjólfur Eyjólfsson, þverflauta.
Hljóðritun gerð fyrir Ríkisútvarpið: "Fjárlögin í fínum fötum" 2023.
Bjarmar aftur, lag eftir Tómas Guðna Eggertsson við ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur. Sigríður Thorlacius syngur ásamt félögum úr Schola Cantorum, Davíð Þór Jónsson leikur á píanó og Þórður Högnason á kontrabassa. Hljóðritað 2017.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Aðgreindur hjóla- og göngustígur, Kársnesstígur, hefur verið tilefni umræðna meðal íbúa Kópavogs undanfarnar vikur. Stígurinn á að tengjast Fossvogsbrú, fyrstu stóru framkvæmdinni í fyrsta áfanga Borgarlínu, sem tengir vesturhluta Kópavogs og Reykjavíkur yfir Fossvog. Í nóvember samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir stíginn, Kársnesstíg, sem kynnt var fyrir íbúum í lok sama mánaðar. Finnur Pálmi Magnússon, hjólreiðamaður, Kópavogsbúi og stjórnarmaður í Útivistarsamtökum Kársness, fór yfir kosti og galla nýs Kársnesstígs með okkur.
Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóri Vísindavefsins kíkti við í síðari hluta þáttar og sagði okkur hvað vakti mesta athygli á Vísindavefnum árið 2025. Þar var ýmislegt sem tengist samfélagsumræðunni á árinu en annað sem kom skemmtilega á óvart.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Pétur Magnússon.
Tónlist þáttarins:
BENNI HEMM HEMM feat. RETRO STEFSON - FF ekki CC.
LOU REED - Caroline Says II.
Fleet Foxes - Helplessness Blues (#6 plata vikunnar (Helplessness Blues) maí 2011).

Kaflar úr bók Ólafs Ólafssonar kristniboða
Helgi Elíasson bankaútibstj. las árið 1977


frá Veðurstofu Íslands
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Jasmina Vajzovic stjórnmálafræðingur kom í þáttinn í dag en hún hefur áralanga reynslu af því að vinna í málefnum innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks auk þess að vera sjálf innflytjandi, en fjölskylda hennar þurfti að flýja heimkynni sín í Bosníu undan stríðsátökum á tíunda áratugnum. Hún hefur verið dugleg að tjá sig og svara umræðu um innflytjendur sem hefur farið vaxandi hér á landi og reyndar víðar. Hún hefur innsýn og reynslu sem fáir hafa í þessum málaflokki. Hún hefur til dæmis bent á að frjálslega sé oft farið með tölur og tölfræði og hugtök í þessari umræðu sem hún útskýrði í þættinum í dag.
Einar Sveinbjörnsson kom svo í veðurspjallið í dag. Hann tala fyrst lítillega um veður nýliðins árs. Hitametið margumtalaða og sveiflunan milli ára frá 2024 til 2025. Svo er það veturinn í Evrópu og gömlu mýtuna um þegar það er kalt á Íslandi er milt í Evrópu og öfugt. Á það ekki við nú? Svo að lokum talaði Einar um rakann í loftinu og þurrt inniloftið. Skilgreiningar eins og rakastig og daggarmark lofts.
Tónlist í þættinum:
Byrjaðu í dag að elska / Geirfuglarnir (Rokkmúsirnar)
Hver stund með þér / Kvartett Einars Scheving og Ragnheiður Gröndal (Einar Valur Scheving)
Unforgettable / The Ink Spots (Irving Gordon)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Lestu Djöflana eftir Dostojevskí til að skilja samtímann, segir þáttastjórnandi bókaþáttarins á Rás 1. Við fáum bókameðmæli í þætti dagsins, lista af bókum til að lesa árið 2026, The First Bad Man eftir Miröndu July, Perfection eftir Vincenzo Latronico og Hlutirnir eftir Georges Perec.
Elín Hansdóttir hannaði leikmyndina í Óresteiu sem nú er í sýningu í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Leikstjórn er í höndum Benedict Andrews og leikurinn í höndum kröftugs fimm manna leikhóps, sem fer með öll hlutverkin. Við ræðum við Elínu um þessa mögnuðu leikmynd sem er rústað og svo aftur sett saman fyrir hverja sýningu.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.
Um áramótin tóku nýir eigendur við Jónsabúð á Grenivík. Hjónin Jón Stefán Ingólfsson og Jórlaug Daðadóttir, kölluð Systa, stóðu vaktina í búðinni tæplega 50 ár en nýir eigendur eru Erica Rivera og Hreinn Skúli Erhardsson. Þau eru að spreyta sig á verslunarrekstri í fyrsta skipti. Við heyrðum í Hreini Skúla og komumst að því hvernig er að taka við búð í 320 manna þorpi í samkeppni við stórverslanir á Akureyri.
Eftir að Bandaríkin réðust inn í Venesúela birti kona að nafni Katie Miller færslu á samfélagsmiðlinum X sem var einfaldlega mynd af Grænlandi, skreytt bandaríska fánanum, og orðið: „Soon“ eða „Bráðum“. Katie þessi er eiginkona Stephen Miller, eins nánasta samstarfsmanns Donalds Trump og hefur hann í kjölfarið gengið alla leið í ítrekuðum yfirlýsingum sínum um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Íslenska málmleitarfyrirtækið Amaroq hefur fundið gull og sjaldgæfa málma á borð við germaníum og gallíum á Grænlandi. Eldur Ólafsson, forstjóri fyrirtækisins, mætti í Morgunútvarpið.
Lögregla hefur undanfarið lokað vefverslunum með áfengi en slík verslun hefur lengi verið á gráu svæði. Eigendur áfengisverslunarinnar Sante.is birtu opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um helgina og sögðu að yfirvöld hafi brugðist skyldu sinni með því að taka ekki afstöðu til lagalegrar stöðu netverslana með áfengi. Þá kölluðu þeir eftir því að Alþingi fjallaði um málið í stað þess að láta lögreglu og dómstóla skera úr um grundvallarréttindi fyrirtækja og neytenda. Víðir Reynisson er formaður allsherjar- og menntamálanefndar og mætti í Morgunútvarpið.
Hópur utan um ímyndað húsfélag á Facebook telur nú rúmlega 22 þúsund manns, sem birta fjölmargar færslur á dag, þar sem settar eru upp ótrúlegar aðstæður í Skakkagerði 99. Hvað gengur þarna á og hvernig hófst þetta? Morgunútvarpið boðaði til fundar í húsfélaginu og heyrði í formanninum Baldvin Ómari Guðmundssyni.

07:30

08:30
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Leynillög, súrmjólk og The Doors komu við sögu í þættinum. Þriðjudagsþemað var á sínum stað, hlustendur hringdu inn með tillögur að þema og fyrir valinu var lögguþema!
Lagalisti þáttarins:
HJALTALÍN – Þú Komst Við Hjartað í Mér
U2 – One
ELVAR – Miklu betri einn
THE DOORS – Love Street
VALDIMAR – Karlsvagninn
LIONEL RICHIE – All Night Long (All Night)
PORTUGAL. THE MAN – Tanana
ARCTIC MONKEYS – The Hellcat Spangled Shalalala
HELGAR – Absurd
ÚLFUR ÚLFUR – Börnin og bítið
ROYEL OTIS – Who's your boyfriend
LAUFEY – Mr. Eclectic
BUBBI MORTHENS – Lög og regla
THE POLICE – De do do do, de da da da
RADIOHEAD – Karma Police
THE CLASH – Police And Thieves
ERIC CLAPTON – I Shot The Sheriff
KRS-ONE – Sound of da Police
MÓRI – Spilltar löggur
ELVIS PRESLEY – Jailhouse Rock
THIN LIZZY – Jailbreak
START – Sekur
SUMARGLEÐIN MAGNÚS ÓLAFSSON – Prins póló
STEFÁN KARL STEFÁNSSON – Léttlynda löggan
LÖGREGLUKÓR REYKJAVÍKUR – Lög og regla
OF MONSTERS & MEN – Ordinary Creature
THE DANDY WARHOLS – Bohemian Like You
BIG COUNTRY – Look Away
SILK SONIC – Leave The Door Open
GEESE – Cobra
KINGFISHR – Killeagh
CHRIS ISAAK – Wicked Game
TURNSTILE – SEEIN' STARS
BRÍET – Sweet Escape
BJARTMAR & BERGRISARNIR – Negril
BRANDI CARLILE – Returning To Myself
SKYE NEWMAN – FU & UF
FM BELFAST – Underwear
LOLA YOUNG – d£aler
JÚNÍUS MEYVANT – Let it pass
SIENNA SPIRO – Die On This Hill
BEACH HOUSE – Zebra
STEVIE NICKS - Edge Of Seventeen

Yfirlit hádegisfrétta kl. 12 virka daga.
Útvarpsfréttir.
Fyrrverandi forseti og nýr forseti segjast báðir fara með völdin í Venesúela, sem og Bandaríkjaforseti. Venesúelamenn bíða milli vonar og ótta um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fulltrúar þrjátíu og fimm ríkja eru komnir til fundar í París, þar sem búist er við sameiginlegri yfirlýsingu um vopnahlé og friðarskilmála í Úkraínu. Kristrún Frostadóttir sækir leiðtogafundinn.
Formaður Flokks fólksins boðar breytingar á ríkisstjórninni á föstudaginn. Hún útilokar ekki að skipta sjálf um ráðuneyti.
Framboðsfrestur í leiðtoga-prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út á hádegi. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borginni sækist ein eftir efsta sætinu.
Þrettándabrennur eru víða í dag. Þjóðfræðingur segir þó að minna fari fyrir hátíðahöldum á þrettándanum en áður.
Fulltrúi í skipulags- og umhverfisráði Kópavogsbæjar telur óánægju íbúa á Kársnesi með gerð stofnstígs fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur skrifast á skort á upplýsingum frá bænum, stígurinn auki lífsgæði Kópavogsbúa.
Engar öryggisskoðanir, úttektir á húsnæði eða eldvarnareftirlit hafði farið fram á bar í skíðabæ í Sviss í fimm ár þar sem 40 létust í eldsvoða á nýársnótt.
Málverk eftir Kristínu Jónsdóttur hangir á þeim vegg sem oftast er myndaður á Bessastöðum, skipta á um málverk þar árlega.
Landsliðsþjálfari karla í handbolta, er ánægður með undirbúninginn fyrir EM. Það skýrist þó ekki almennilega fyrr en í komandi vináttuleik gegn Slóveníu hvar liðið stendur. EM hefst eftir 10 daga.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Jóhann Hlíðar Harðarson fréttaritari okkar á Spáni var á línunni frá Cartagena á Spáni. Hann ræddi kuldatíð, þrettándann, fréttaflutning af málefnum Venesúvela og skemmtiferðaskip.
Fyrir ári sendi ASí frá sér yfirlýsingu um að þeir leggist gegn frumvarpi til laga um kílómetragjald. Nú er þetta frumvarp orðið að lögum en rökstuðningur ASí á sínum tíma var sá að með lögunum verði akstur smærri og spartneytnari ökutækja dýrari á meðan akstur eyðslumeiri ökutækja verður ódýrari. Róbert Farestveit er hagfræðingur ASÍ og hann kom til okkar.
Hvað á að gera við flugeldarusl og restar, jólatré og séríur og allt hitt? Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu. Hann kom í Síðdegisútvarpið.
Ástand heimsmála er mikið í fréttum og valdajafnvægið í heiminum að færast til. Við erum að horfa uppá mjög breytta heimsmynd. Svanhildur Þorvaldsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Sameinuðu þjóðanna, kom til okkar til þess að ræða þessa breyttu heimsmynd.
Steindór Þórarinsson, viðurkenndur markþjálfi hjá Mitt Hugskot, segist vera að skríða út úr fjögurra vikna þunglyndi þar sem hann lokaði sig af frá umheiminum. Hann segir sig hafa brugðist mörgum í þetta skiptið. Vinum, viðskiptavinum og sjálfum sér. Steindór kom til okkar að ræða þessi mál sem mörg okkar eru að glíma við í skammdeginu.
Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Landsbjargar hann kom til okkar og sagði okkur frá því hvernig flugeldasalan gekk um áramót.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson