23:05
Lestin
Fyrsti kvenleikstjóri heims, hlutverk trúbadorsins, Sundlaugasögur
Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Við kynnum okkyur fyrsta kvenleikstjóra í heimi, Alice Guy, en nokkrar af myndum hennar verða sýndar á Bíótekinu á sunnudag, en það eru mánaðarlegar kvikmyndasýningar í Bíó Paradís á vegum Kvikmyndasafns Íslands. Við ræddum við Ester Bíbi og Gunnar Tómas Kristófersson.

Patrekur Björgvinsson heldur áfram að fjalla um ýmis fyrirbæri í alþýðumenningu samtímans. Í síðasta pistli, fyrir tveimur vikum pældi hann í þeirri hefð að gefa húsbílum nöfn. En að þessu sinni veltir hann fyrir sér trúbadorum, hlutverki þeirra og stöðu í samfélaginu.

Jón karl Helgason kvikmyndagerðarmaður hefur rannsakað sundmenningu Íslendinga í myndum sínum. Fyrst í mynd sem heitir Sundið sem fjallaði um sundkennslu á Íslandi og svo nú í myndinni Sundlaugasögur sem verður frumsýnd í kvöld. Þar kynnir hann sér ýmiskonar félagsstarf og sundmenningu í laugum landsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,