11:03
Vikulokin
Kristín Soffía, Sigmar og Guðmundur Rúnar
Vikulokin

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur. Þátturinn er í umsjá Sunnu Valgerðardóttur og Höskuldar Kára Schram og er á dagskrá á laugardögum kl. 11-12.

Gestir þáttarins eru Kristín Soffía Jónsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi í Reykjavík, Sigmar Vilhjálmssson, athafna- og veitingamaður, og Guðmundur Rúnar Svansson, nemi í opinberri stjórnsýslu og fyrrverandi landvörður. Rætt var um tilsslakanir á samkomutakmörkunum og gagnrýni Sigmars á að veitingastaðir byggju enn við of miklar hömlur, framtíðaruppbyggingu á gosstöðvum við Fagradalsfjall, lækkun á hámarkshraða í Reykjavík, nagladekk, kvaðir á íbúa í nýjum hverfum um hvernig þeir eigi að ráðstafa garðinum sínum og spáð í spilin fyrir kosningar framundan.

Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson

Var aðgengilegt til 17. apríl 2022.
Lengd: 55 mín.
,