Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 15. janúar 2019
Aðgengilegt á vef til 15. apríl 2019

Morgunútvarpið - Sauðfjárrækt, Hafró, vegir á Vestfjörðum og vísindi

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar. Rekstur sauðfjárbúa hefur verið mjög þungur undanfarin ár og ljóst að gera þarf breytingar. Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda kom til okkar og sagði okkur meira af þessu. Í síðustu viku kom það mörgum í opna skjöldu að heyra að fyrir dyrum stæði gríðarmikill niðurskurður hjá Hafrannsóknarstofnun. Leggja þyrfti öðru af tveimur hafrannsóknarskipum, segja upp allri áhöfn þess til viðbótar við fyrirsjáanlega útleigu hins skipsins hluta úr árinu, vegna fjárskorts. Þegar á reyndi virtist þetta ekki bara koma almenningi og starfsmönnum Hafró á óvart, heldur líka sjálfu fjárveitingavaldinu. Nú berast þær fréttir að búið sé að stoppa í gatið og enginn blóðugur niðurskurður sé í vændum. Eða hvað? Við ræddum við forstjóra Hafrannsóknarstofnunar. Hart er nú deilt um samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum en þar hafa íbúar lengi kallað eftir úrbótum. Ekki er kominn niðurstaða í hvort leggja eigi veg um Teigskóg eða hvort fara eigi svokallaða R leið. Reykhólahreppur hefur skipulagsvaldið og þar er talað um að fara R leiðina. Sveitastjórnir annara sveitafélaga og Vegagerðin vilja hinsvegar veginn um Teigskóg og óttast að ef sú leið verði ekki farin muni málið tefjast verulega. Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð fór yfir þetta með okkur. Sævar Helgi Bragason kom í sitt vikulega spjall um vísindi. Hann fjallaði m.a. um tunglmyrkva og um klukkmálið svonefnda. Tónlist: Magnús Þór Sigmundsson - Blue Jean Queen. Jack Johnson - Better together. Hjaltalín - Stay by you. Sniglabandið - Elskaðu heiminn. Hildur - I'll walk with you. U2 - Mysterious ways. Amy Winehouse - I'm no good. Aerosmith - I don't wanna miss a thing. Auður - 2020 (ft. Valdimar Guðm. og Clubdub).