Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 13. nóvember 2018
Aðgengilegt á vef til 11. febrúar 2019

Víðsjá - Íslensku fornritin, Tvískinnungur, Kristur í Eboli, Ófullkominn maður,

Halla Oddný Magnúsdóttir verður viðmælandi okkar í þætti dagsins, en hún mun segja frá tónlistarhátíð Rásar 1 sem haldin verður í Hörpu þann 23. nóvember næstkomandi, þar sem frumflutt verða fjögur ný verk eftir íslensk tónskáld. María Kristjánsdóttir kemur í stúdíó til okkar með rýni á Tvískinnung, nýtt íslenskt leikverk eftir Jón Magnús Arnarson, sem frumsýnt var um liðna helgi í Borgarleikhúsinu. Bók vikunnar að þessu sinni er ítölsk og frá árinu 1947, Kristur nam staðar í Eboli eftir ítalska málarann, lækninn og rithöfundinn Carlo Levi. Við heyrum lestur úr bókinni í þættinum fáum svo að heyra hvað Stefano Rosatti, aðjúnkt í ítölsku við Háskóla Íslands, hefufr um bókina að segja. Ragnar Ísleifur Bragason flytur pistil sem að þessu sinni fjallar um ófullkomnan mann og við fáum Ragnar líka til að segja okkur frá sviðslistahátíðinni Everybodys Spectacular sem hefst á morgun, miðvikudag, en Ragnar Ísleifur verður þar með nýtt verk sem fjallar um dag í lífi gamals manns. En fyrsti gestur Víðsjár er Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur sem ætlar núna kl. 17 að deila hugleiðingum sínum og reynslu um handritaarfinn í Árna Magnússonar fyrirlestri í Norænahúsinu. Við hittum Þorleif og spurðum í hann út í fyrstu reynslu hans af vafstri með þennan merka arfi. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.