
Volaða land
Kvikmynd frá 2022 í leikstjórn Hlyns Pálmasonar. Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands með til að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni. Sérvitur leiðsögumaður fer með prestinn yfir harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði. Aðalhlutverk: Elliott Crosset Hove, Ingvar E. Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Jacob Lohmann, Hilmar Guðjónsson og Ída Mekkín Hlynsdóttir. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.