Útúrdúr

Útúrdúr

Í þáttunum er fjallað um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er farið á stúfana og spjallað við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Þótt hver þáttur hverfist um ákveðið grunnþema er formið frjálslegt og talsvert um útúrdúra. Þannig leiðir spjall um Mozart yfir í umfjöllun um Neanderthalsmenn eins og ekkert eðlilegra og viðtal við fiðlusmið endar hreinlega í helvíti (eins og það birtist á málverki eftir hollenskan meistara frá endurreisnartímanum).

kalla eina tegund tónlistar „klassíska“ er mati umsjónarmanna þáttanna eitt versta auglýsingatrix sögunnar. Tónlistin á ekki vera safngripur og hún er hvorki heilög hafin yfir gagnrýni. Í þáttunum er ætlunin færa þessa tegund tónlist niður af stallinum, skoða hana frá ýmsum hliðum og berjast gegn þeirri ranghugmynd maður þurfi einhvers konar meirapróf til þess mega hafa skoðun á henni.

Á meðal tónlistarmanna sem fram koma eru Kristinn Sigmundsson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Megas. Þá bregður fyrir erlendum meisturum á borð við Alfred Brendel, Martin Fröst og Jerome Lowenthal. Fræðimenn við Oxfordháskóla, Háskólann í Reading og við Juilliardskólann í New York leggja svo til fleiri víddir í umræðuna.

Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.