Söngvaskáld II

Magnús Eiríksson

Magnús Eiríksson hefur um árabil verið einn dáðasti dægurtónlistarmaður þjóðarinnar og er bæði afkastamikill og vinsæll lagasmiður. Mörg laganna sem hann hefur gefið út undir merki Brunaliðsins, Mannakorna og í eigin nafni hafa ratað beint í þjóðarhjartað og verið sungin um allar þorpagrundir þegar fólk kemur saman og gerir sér glaðan dag. Í þættinum Söngvaskáld syngur Magnús nokkur laga sinna og spjallar við gesti í sjónvarpssal. Hann nýtur aðstoðar Eyþórs Gunnarssonar píanóleikara. Upptöku stjórnaði Jón Egill Bergþórsson.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

23. ágúst 2019

Aðgengilegt til

12. apríl 2026

Söngvaskáld II

Þættir frá 2004 þar sem íslenskir lagasmiðir flytja nokkur verka sinna í sjónvarpssal við undirleik Jóns Ólafssonar. Um dagskrárgerð Jón Egill Bergþórsson.

,