
Ráðgáta í Saint-Tropez
Mystère à Saint-Tropez
Frönsk gamanmynd frá 2021. Auðkýfingurinn Claude Tranchant og eiginkona hans skipuleggja stórveislu á setri sínu á frönsku rívíerunni. Þegar Claude fer að gruna að til standi að myrða eiginkonu hans ræður hann seinheppinn lögregluþjón frá París til að rannsaka málið. Leikstjóri: Nicolas Benamou. Aðalhlutverk: Christian Clavier, Benoît Poelvoorde og Thierry Lhermitte. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.