
Mulholland Drive
Draumkennd spennumynd frá 2001 í leikstjórn Davids Lynch. Betty, ung leikkona í Los Angeles, kynnist hinni dularfullu Ritu. Rita þjáist af minnisleysi í kjölfar bílslyss og saman reyna þær að leysa ráðgátuna um hver hún er í raun og veru. Þær komast þó fljótt að því að ekki er allt sem sýnist. Aðalhlutverk: Naomi Watts, Laura Harring og Justin Theroux. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.