Mósaík 2002-2003

Þáttur 10 af 28

Rætt við Björgvin Gíslason um fjórðu sólóplötu hans Púnktur sem kom út árið 2003. Þar leikur hann nánast á öll hljóðfærin sjálfur, annaðist upptökustjórn og flest annað sem viðkemur útgáfunni. Hann leikur frumsamið instrúmental lag "Hlustað á þögnina" af plötunni á flygil og gítar og nýtur aðstoðar Hjörleifs Valssonar fiðluleikara.

Frumsýnt

15. okt. 2021

Aðgengilegt til

10. júní 2024
Mósaík 2002-2003

Mósaík 2002-2003

Þættir frá 2002-2003 þar sem fjallað er um menningu og listir, brugðið upp svipmyndum af listafólki, sagt frá viðburðum líðandi stunda og farið ofan í saumana á straumum og stefnum. Umsjón: Jónatan Garðarsson. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson og Þiðrik Ch. Emilsson.

,