Leyndarmálið

Leyndarmálið

íslensk heimildamynd eftir Björn B. Björnsson. Árið 1973 fór fram lögreglurannsókn á hver hefði stolið einu verðmætasta umslagi í heimi frá Kiðjabergi í Grímsnesi. Þetta umslag, sem er með mörgum sjaldgæfum frímerkjum, er kallað Biblíubréfið, en sænskur greifi er eigandi þess í dag. Lögreglu tókst ekki upplýsa málið á sínum tíma en í myndinni opinberar frímerkjakaupmaður loks leyndarmálið um hver stóð á bak við sölu bréfsins úr landi. Leyndarmálið er mynd um rannsókn sem upplýsir þetta gamla sakamál.