Krakkakiljan

Fjallaverksmiðja Íslands

Í dag er fjallað um bókina Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir. Sjö nýstúdentar af fjallamennskubraut á Höfn stefna hver í sína áttina áður en vindurinn blæs þeim öllum inn í sama braggann skammt frá Jökulsárlóni. Þar stofna þau Fjallaverksmiðju Íslands - draumasamfélag til dýrðar náttúru, sjálfbærni og nægjusemi. Jóhannes ræðir við höfundinn og bókaorminn Elísabetu Heiðu Eyþórsdóttur.

Bókaormur: Elísabet Heiða Eyþórsdóttir

Rithöfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

5. okt. 2020

Aðgengilegt til

12. nóv. 2024
Krakkakiljan

Krakkakiljan

Í Krakkakiljunni er fjallað um barnabækur úr öllum áttum, bæði gamlar og nýjar. Fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV koma í heimsókn til okkar, segja frá og spyrja höfundinn út í bókina.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal

,