
Jólastundin 2025
Leppalúði týnir Jólakettinum enn eitt árið. Yfir sig stressaður yfir viðbrögðum Grýlu fær hann Odd með sér til að hjálpa við leitina. Áróra slæst svo með í för eftir að hafa lent í skrautlegu ævintýri þegar óvæntur glaðlegur gestur birtist í jólaundirbúningnum.
Loft og Sjón fylgjast spennt með í sannkölluðu jólastuði.
Tekst hópnum að finna Jólaköttinn fyrir jólin?