
Andbyr
Breathe
Sannsöguleg kvikmynd frá 2017 um Robin Cavendish sem smitast af lömunarveiki 28 ára gamall árið 1958. Honum er tjáð að hann eigi þrjá mánuði ólifaða og verði að dvelja á spítala þar sem hann getur ekki andað án aðstoðar. Robin og eiginkona hans, Diana, neita að sætta sig við það og taka málin í sínar eigin hendur. Leikstjóri: Andy Serkis. Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Claire Foy og Hugh Bonneville. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.