Alma
Íslensk kvikmynd frá 2021 um Ölmu, unga konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum, án þess að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé á lífi og á leið til landsins. Alma ákveður þá að myrða hann þar sem hún er búin að afplána dóm fyrir glæpinn. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Aðalhlutverk: Snæfríður Ingvarsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Emmanuelle Riva og Kristbjörg Kjeld. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.