
Allt fór vel
Tout s'est bien passé
Frönsk kvikmynd frá 2021 byggð á samnefndri bók með endurminningum höfundarins Emmanuèle Bernheim. Þegar faðir Emmanuèle lamast af völdum heilablóðfalls biður hann hana að aðstoða sig við að binda enda á líf sitt. Hún samþykkir að hjálpa honum en þarf að leita leiða til að verða við ósk hans þar sem líknardráp er ólöglegt í Frakklandi. Leikstjóri: François Ozon. Aðalhlutverk: Sophie Marceau, Andé Dussollier og Féraldine Pailhas.