
Á tæpasta vaði
Die Hard
Spennumynd frá 1988 með Bruce Willis í aðalhlutverki. John McClane er lögreglumaður frá New York sem fer til Los Angeles til að halda jól með eiginkonu sinni og börnum. Þegar hópur hryðjuverkamanna birtist óvænt í jólateiti á vinnustað eiginkonu hans og tekur alla í byggingunni í gíslingu grípur McClane til sinna ráða. Myndin var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna. Leikstjóri: John McTiernan. Meðal annarra leikenda eru Alan Rickman, Bonnie Bedelia og Paul Gleason. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.