
Eftirminnilegir leikir íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gegnum tíðina. Söguleg augnablik, óvæntir sigrar og leikir sem mótuðu handboltasögu þjóðarinnar.
Íslenska liðið hefur sjaldan litið jafn ógnarsterkt út og á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hver andstæðingurinn á fætur öðrum var sigraður og eftir nauman eins marks sigur á Svíþjóð gat íslenska liðið svo gott sem tryggt sigur í riðlinum með sigri á Frakklandi. Frakkar voru ríkjandi Ólympíumeistarar og heimsmeistarar. Í Koparkassanum í London voru Frakkar lagðir að velli, hefnd fyrir 2008. Ísland vann riðilinn og flaug í 8-liða úrslit. Stjörnurnar á þessu móti voru Aron Pálmarsson, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander Petersson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason, Róbert Gunnarsson og Björgvin Páll Gústavsson, svo einhverjir séu nefndir.