
Spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Brynja Þorgeirsdóttir. Spurningahöfundur: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Hornafjarðar og Dalvíkurbyggðar.
Lið Hornafjarðar skipa Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, Jóna Benný Kristjánsdóttir lögfræðingur og Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.
Lið Dalvíkurbyggðar skipa Elín Björk Unnarsdóttir kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, Klemenz Bjarki Gunnarsson og Magni Óskarsson kennarar í Dalvíkurskóla.

Karl Ágúst, Pálmi, Sigurður, Randver og Örn bregða á leik sprellfjörugir að vanda. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því að Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau fá til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar.
Um aldamótin voru það litlir skemmtistaðir með stór hjörtu sem fönguðu hug og hjörtu tjúttara. Staðir á borð við Sirkus, Grand Rokk og Boston.

Heimildarmynd um ævi og störf myndlistarmannsins Birgis Andréssonar sem lést árið 2007, aðeins 52 ára að aldri. Báðir foreldrar Birgis voru blindir og hann ólst upp í húsi Blindrafélagsins þar sem hann var sá eini með fulla sjón. Leikstjórn: Kristján Loðmfjörð.

Dönsk matreiðsluþáttaröð. Mette Blomsterberg reiðir fram kræsingar sem henta vel á sumrin.


Hugrökk stelpa bjargar apakónginum, guði sem hafði lengi verið fastur í steini, og leggst í för til að finna sjö heilög handrit og bjarga heiminum frá illu.

Finnlands-sænskir þættir þar sem krakkar segja frá áhugamálum sínum.
Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2021 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Helga Margrét Höskuldsdóttir, Þórhildur Þorkelsdóttir og fleiri.
Heimildarþáttaröð um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, upphafsár þess og sögu, sigra og ósigra. Liðið er eitt þeirra fremstu í heiminum og stjörnur þess með þekktustu íþróttamönnum þjóðarinnar. En leið kvennalandsliðsins á þann stað sem það er á í dag var allt annað en greið.
Eftir niðurlægingu og tímabundna niðurfellingu liðsins er landsliðið endurreist. Ný kynslóð mætir til leiks, gömlu kempurnar snúa aftur og stelpurnar fá loksins að stíga á völlinn í Laugardal með ótrúlegum árangri.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leik í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Spánar og Sviss í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.
Íslensk þáttaröð eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Halldór Laxness Halldórsson. Útbrunnin handboltastjarna frá níunda áratugnum tekur við þjálfun kvennaliðs Aftureldingar eftir margra ára óreglu. Á gömlu heimaslóðunum þarf hann að horfast í augu við breytta tíma, fjarlæga dóttur sína, veðmálabrask og síðast en ekki síst, nýja kynslóð kvenna sem kallar ekki einu sinni ömmu sína, ömmu sína. Meðal leikenda eru Ingvar E. Sigurðsson, Svandís Dóra Einarsdóttir og Saga Garðarsdóttir.
Hundurinn borðar klósettpappír Heklu. Eysteinn og Skarphéðinn tæma sparibaukana. Brynja fær heimsókn frá fyrrverandi. Geirjón fer upp á Skaga.

Breskur spennumyndaflokkur um rannsóknarlögreglumanninn Max Arnold sem býr í gömlum húsbáti en starfar í einu efnaðasta hverfi Lundúna. Þó ekki skorti auðæfin í Chelsea er þar engu að síður nóg um morð og önnur myrkraverk. Aðalhlutverk: Adrian Scarborough, Peter Bankolé og Lucy Phelps. Myndirnar eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sálfræðingur finnst myrtur og grunur beinist að fyrrverandi skjólstæðingi. Þegar rannsóknarlögregluteymið kafar dýpra í líf hins látna koma ískyggilegir hlutir í ljós.

Þriðja þáttaröð þessara bresku sakamálaþátta um hið sérkennilega tvíeyki einkaspæjara, Luellu Shakespeare og Frank Hathaway, sem fæst við margvísleg sakamál í heimabæ þeirra og fæðingarbæ hins eina og sanna Shakespeare, Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Upphitun fyrir leik í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Leikir á EM kvenna í fótbolta.
Leikur Spánar og Sviss í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í fótbolta.
Uppgjör á leik í 8-liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.