Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
.
24 stærstu bæjarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Kópavogs og Skagafjarðar. Fyrir Kópavog keppa Víðir Smári Petersen, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson og Kristján Guy Burgess og lið Skagfirðinga skipa Ólafur Sigurgeirsson, Guðbjörg Bjarnadóttir og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Íslensk þáttaröð sem fjallar um ævina frá upphafi til enda. Einblínt er á eitt æviskeið í einu og skoðað hvað hver kynslóð er að fást við. Sagðar eru sögur af fólki á öllum aldri og tekist á við stórar spurningar. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.
Í þessum þætti er fjallað um bernskuna. Hvað tekst maður á við á þessum tíma, bæði líkamlega og andlega? Hvað er best við það að vera barn? Og hvað er ekki eins gott? Þroskasálfræðingur og læknir útskýra þroska mannsins á fyrstu tólf árum ævinnar og við verðum vitni að fyrstu andartökunum í lífi splunkunýrrar manneskju. Ævin er hafin. Dagskrárgerð: Eiríkur Ingi Böðvarsson og Sigríður Halldórsdóttir.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Í fyrsta þættinum kynnumst við listamönnunum Elínu Hansdóttur og Haraldi Jónssyni. Þau vinna bæði verk fyrir ákveðin rými og listin mótast þannig af umhverfinu. Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.