Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er eftir viku. Í samtali við Kastljós segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, starfandi aðalhagfræðingur Landsbankans, bankann spá óbreyttum vöxtum í bili. Sama gerir Íslandsbanki, sem birti hagspá sína í dag.
Samtök iðnaðarins telja að Seðlabankinn verði að lækka vexti í næstu til að bregðast við áföllum í efnahagslífinu undanfarnar vikur. Óbreytt staða muni reynast dýrkeypt. Ingólfur Bender aðalhagfræðingur SI var gestur Kastljóss.
Nicola Sturgeon, fyrrum fyrsti ráðherra Skotlands, segir að sjálfstæði Skotlands sé óumflýjanlegt og að Bretland nútímans muni ekki endast. Hún var hér á landi á heimsþingi kvenleiðtoga. Við ræddum við hana.
Leikarinn Stefán Þór bjó í Japan og braust þar úr einmanaleika með aðstoð sánu og tónlistar. Hann gerir þessu öllu skil í leikritinu Lífið í Japan. Kastljós fór í leikhús.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Ölfuss og Stykkishólms.
Lið Stykkishólms skipa Róbert Arnar Stefánsson héraðsmeistari og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vesturlands, Anna Melsteð hjá margmiðlunarfyrirtækinu Anok og Magnús Aðalsteinn Sigurðsson minjavörður á Vesturlandi.
Lið Ölfuss skipa Ingibjörg Hjörleifsdóttir nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Hannes Stefánsson framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands og leiðsögumaður og Stefán Hannesson kvikmyndafræði- og íslenskunemi við HÍ.

Hemmi Gunn og Þórhallur Gunnarsson rifja upp gamla tíma og kynna á ný gesti sem slógu í gegn í þáttum Hemma á sínum tíma.
Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.
Íslenskir heimildarþættir um náttúruhamfarir á Norðurlöndunum og viðbrögð við þeim. Náttúruhamfarir eru nú þegar orðnar tíðari og ofsafengnari um allan heim vegna loftslagsbreytinga. Hvað má læra af því hvernig tekist er á við skógarelda í Finnlandi, skriðuföll í Noregi, sjávarflóð í Svíþjóð, ofsarigningu í Danmörku og jarðskjálfta, eldgos og snjóflóð á Íslandi? Hvernig drögum við úr skaðanum og aukum seiglu og viðnámsþrótt samfélaga til að takast á við þessar hættur?

Stuttir sænskir þættir um ólíkar skoðanir fólks á hinum ýmsu málefnum. Hvað gerist þegar tvær manneskjur hittast og rökræða það sem þær eru ósammála um? Læra þær að skilja hvor aðra betur?

Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Krakkarnir búa til rörflaug á mettíma og eiga að skjóta í mark í lokin. Það er gerist svolítið verulega óvænt í bláa liðinu sem strákarmir fá auka stig fyrir... en hvað gerir gula liðið þá? Þetta hefur ekki sést áður í þættinum... og það verður nóg af slími í lokin.
Þátttakendur:
Bláa liðið:
Þráinn Karlsson
Viktor Örn Ragnheiðarson
Stuðningslið:
Hilmir Freyr Erlendsson
Pétur Ingi Hilmarsson
Elías Páll Einarsson
Páll Gústaf Einarsson
Bjartur Einarsson
Ólafur Már Zoéga
Áróra Sverrisdóttir
Óðinn Pankraz S. Guðbjörnsson
Daði Freyr Helgason
Gula liðið:
Mínerva Geirdal Freysdóttir
Auður Erna Ragnarsdóttir
Stuðningslið:
Bergrún Fönn Alexandersdóttir
Ásdís María Helgadóttir
Áróra Magnúsdóttir
Sóley Arnarsdóttir
Matthildur Grétarsdóttir
Hildur Hekla Elmarsdóttir
Soffía Hrönn Hafstein
Sigríður Dúa Brynjarsdóttir
Eva Karitas Bóasdóttir
Ragnhildur Eik Jónsdóttir

Þessar þáttaraðir eru áhorfendum að góðu kunnar, enda eru þættirnir bæði afar fræðandi og skemmtilegir en að þessu sinni fræðumst við um jörðina. Þáttunum er ætlað að hvetja yngri áhorfendur til að verða ábyrgir borgarar og hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt, svo þeir geti lagt sitt af mörkum til að vernda það.
Krakkar gera einfaldar jógaæfingar og krakkar heima í stofu geta verið með. Jóga liðkar og styrkir líkamann og róar hugann.
Þættirnir eru teknir upp í Yogashala.
Hópurinn sýnir einfaldar jógastöður sem auka einbeitingu.
Umsjón: Ásta Lilja Víðisdóttir, María Elín Hjaltadóttir, Klara Sjöfn Ragnarsdóttir, Lára Marín Áslaugsdóttir, Heiðdís Ninna Daðadóttir og María Bríet Ásbjarnardóttir.
Sumarliði hefur tekið við heimilisfræðikennslunni og fer með nemendur sína í tímflakk, þar sem við kynnumst hinum ótrúlegustu réttum frá mismunandi tímabilum í sögunni.
Skyndibiti ruddi sér til rúms á 6. áratug 20. aldar og ef þú varst í vafa um hvað ætti að vera í matinn þá settirðu það í hlaup!
Já, fiskur í hlaupi, skinka í hlaupi, saltstangir í hlaupi, hlaupi í hlaupi. Möguleikarnir eru endalausir.

Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson skoða myndefni sem tengist börnum. Við sjáum börn í skólum, sumarfríi, í sveit og við leik og íþróttaiðkun. Sumt efnið er svarthvítt og annað í lit og margar myndirnar hafa frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerð tekið. Hlutverk Kvikmyndasafns Íslands er líka skoðað.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Íslensk þáttaröð í átta hlutum. Einlægar og opinskáar frásagnir fólks sem býr við aðstæður í daglegu lífi sem eru ólíkar öllu sem flestir eiga að venjast. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja
Bjarney Guðrún Jónsdóttir stundar nám í virtum skóla og nýtur lífsins í heimsborginni Mílanó á Ítalíu. Bjarney hefur búið við skertan kraft í beinagrindavöðvum frá fæðingu og notat hjólastól til að komast leiðar sinnar, rétt eins og faðir hennar.

Stuttir þættir um sögurnar á bak við áhugaverðar ljósmyndir. Í hverjum þætti er fjallað um eina ljósmynd og sögu hennar – hvað var að gerast þegar myndin var tekin, hverjar voru aðstæður fólksins á ljósmyndinni og hvert er samhengið við nútímann? Leikstjóri: Þorsteinn J. Framleiðsla: Þetta líf, þetta líf.
Gunnsteinn Ólafsson fer yfir sögu föður síns, Ólafs Péturssonar, og segir frá slysi sem hann lenti í við Reykjavíkurhöfn þegar hann fékk bómu í höfuðið og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Ólafur var síðar fluttur með sjúkraflugi til Kaupmannahafnar og fór þar í aðgerð. Hulda Emilsdóttir, mágkona Ólafs sem fór með honum til Kaupmannahafnar, segir frá því hvernig slysið horfði við henni og ferðinni út.
Breskt drama frá 2025 um tvö pör sem komast að því sonum þeirra var víxlað á fæðingardeildinni. Eiga þau að halda barninu sem þau ólu upp eða fá líffræðilegt barn sitt aftur? Aðalhlutverk: James Norton, Niamh Algar, James McArdle og Jessica Brown Findlay. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Pólskir spennuþættir frá 2024 um jarðfræðinginn Lenu sem snýr aftur til heimabæjar síns í leit að dóttur sinni sem grunuð er um að hafa numið hóp barna á brott. Aðalhlutverk: Karolina Kominek, Dawid Ogrodnik og Paulina Galazka. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Íslensk leikin þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flyst ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík. Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs. Leikstjóri: Ragnar Bragason. Aðalhlutverk: Jón Gnarr og Edda Björgvinsdóttir.
Þegar Klara vill losna við borðspilasafn sem fyllir geymsluna þeirra fær Felix þá hugmynd að útbúa spilasal í húsinu og safnar enn fleiri spilum, Klöru til mikillar mæðu. Felix er ósáttur við matinn í mötuneytinu og ákveður að gera þorramat með skelfilegum afleiðingum.
Danskir spennuþættir um hóp rannsóknarblaðamanna sem starfar við margverðlaunaðan og farsælan fréttaskýringaþátt í sjónvarpi. Það er orðið heldur langt síðan þátturinn hefur opinberað stórt mál og nú ógnar breytt fjölmiðlalandslag tilvist hans. En þegar ristjóranum Liv berst nafnlaus ábending fara hjólin að snúast og fyrr en varir flækjast hún og teymið hennar inn í efstu lög danskra stjórnvalda. Aðalhlutverk: Mille Dinesen, Søren Malling, Lila Nobel og Afshin Firouzi. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Felix, a retired customs officer, moves with his wife, Klara, to an assisted living facility in Reykjavík. While Klara embraces her newfound freedom, Felix struggles to find purpose in his monotonous daily life, and minor inconveniences soon spiral into major conflicts. Director: Ragnar Bragason. Main cast: Jón Gnarr, Edda Björgvinsdóttir
When Klara insists that Felix get rid of their board game collection, he instead decides to open a game room in the common area - and keeps collecting games until their apartment is overflowing. Meanwhile, dissatisfied with the canteen food, Felix attempts to cook traditional Icelandic meals at home, with disastrous results.