Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Reykjanesbæjar og Fjarðabyggðar.
Lið Fjarðabyggðar skipa Guðjón Björn Guðbjartsson frá Neskaupsstað og hagfræðinemi í HÍ, Jón Svanur Jóhannsson grunnskólakennari og forstöðumaður félagsmiðstöðvar á Eskifirði og Alma Sigurbjörnsdóttir grunnskólakennari á Reyðarfirði.
Lið Reykjanesbæjar skipa Grétar Þór Sigurðsson hagfræðinemi og situr í ritsjórn QuizUp, Baldur Guðmundsson útibússtjóri hjá Sjóvá í Reykjanesbæ, bæjarfulltrúi og tónlistarmaður og Guðrún Ösp Theodórsdóttir meistaranemi í hjúkrunarfræði.

Matgæðingarnir í Price-fjölskyldunni töfra fram kræsingar við öll tækifæri.

Fjórir þættir þar sem fylgst er með þeim Rósu Gísladóttur myndlistarmanni, Ásu Björk Ólafsdóttur presti, Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Yrsu Sigurðardóttur rithöfundi. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, er leiðari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennari og höfundur bókanna um Maximús Músíkús sem gefnar hafa verið út víðsvegar um heiminn.

Sænsk þáttaröð frá 2019 þar sem tíu þátttakendur reyna að komast af í langvarandi rafmagnsleysi. Hversu vel erum við sem samfélag undirbúin fyrir óvænt neyðarástand, til dæmis af völdum náttúruhamfara?

Danskir þættir um arkitektúr á tímum loftslagsbreytinga. Hvernig byggjum við borgir fyrir breytt loftslag með stormum og miklum rigningum? Sjálfbær arkitektúr fer vaxandi um heim allan og danskir arkitektar eru þar í fararbroddi. Lausnir við loftslagsvanda sem um leið stuðla að góðu lífi eru í þróun.

Karla er 8 ára kjúklingur, sem hefur það að markmiði að halda öllum ánægðum, svo lengi sem það kemur ekki niður á lífi hennar. Hún elskar skólann sinn og alla vini sína. Hún leggur hart að sér til að þóknast öllum, en stundum ganga hlutirnir ekki alveg eins og áætlað var. Í þessum þáttum eru félagsleg samskipti og tilfinningar þeim tengd könnuð út frá heimi krakkanna. Hvað er rétt og hvað er rangt? Getur maður átt fleiri en einn besta vin?

Önnur þáttaröð af Monsunum Kára, Villa og Hönnu sem lenda í alls kyns ævintýrum og þurfa að standa saman til að takast á við illmennið Ívar.
Ævintýri Tulipop er skemmtileg teiknimyndaþáttaröð um litríkan vinahóp sem býr á töfraeyjunni Tulipop.
Í þáttaröðinni er fylgst með vinunum Fredda, sveppa-systkinunum Búa og Gló, Maddý og ekki má gleyma Herra Barra sem er elstur og vitrastur allra á Tulipop. Þau eru öll afar ólík bæði hvað útlit og skapgerð varðar. Á Tulipop búa sterkar kvenpersónur og staðalímyndir fyrirfinnast ekki. Enginn er fullkominn, öllum verður einhvern tíma á í messunni en það sem mestu máli skiptir er kærleikurinn og vináttan. Í hverjum þætti lenda aðalpersónurnar í spennandi ævintýrum og eignast nýja vini.
Ævintýri Tulipop sækir innblástur sinn í íslenska náttúru, sem leikur stórt hlutverk í þáttaröðinni. Virðing fyrir náttúrunni er í fyrirrúmi og markmiðið er að miðla jákvæðum skilaboðum og gleði til barna á öllum aldri.
Maddý ákveður að halda sundlaugarpartý og er harðákveðin í því að allt í partýinu skuli vera bleikt, þar með talin laugin í garðinum hennar. Gló kemur henni til aðstoðar og býr til bleika baðbombu fyrir laugina. Maddý er hæstánægð með útkomuna þar til í ljós kemur að baðbomban hefur ekki aðeins litað laugina hennar bleika...heldur alla Tulipop eyjuna!

Flóra er níu ára og finnur gat í limgerðinu úti í garði. Hún skríður í gegn og er skyndilega stödd í skóginum endalausa – galdraheimi þar sem allt getur gerst. Þar ráfa um skrítnar og stórkostlegar verur. Þær lenda í ýmiss konar vandræðum og enginn getur hjálpað þeim – nema kannski Flóra sjálf?

Íkorni og bjarnarhúnn eru alin upp sem systkini í tignarlegu kastaníutré. Þau leika sér og alast upp í náttúrunni þar sem þau uppgötva hin ýmsu ævintýri að vetri til.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Vikinglottó-útdráttur vikunnar.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Áströlsk þáttaröð byggð á samnefndri skáldsögu eftir Liane Moriarty. Sophie Honeywell erfir hús á lítilli eyju í grennd við Sydney. Nokkrum áratugum áður hvarf par á eyjunni og fljótlega eftir komuna þangað áttar Sophie sig á að hún er full af leyndardómum. Aðalhlutverk: Teresa Palmer, Miranda Richardson og Danielle Macdonald. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Margverðlaunuð norsk heimildarmynd frá 2020. Tveimur stórum málverkum eftir tékknesku myndlistarkonuna Barboru Kysilkovu er stolið af myndlistarsýningu. Hún hefur uppi á þjófnum og á milli þeirra myndast óvænt vinátta. Leikstjóri: Benjamin Ree.
Frönsk-kanadísk leikin þáttaröð um örlagaríkt kvöld í lífi tíu ungmenna sem halda spennt á tónleika með átrúnaðargoðinu sinu, INVO. Þegar sprengja springur á miðjum tónleikum breytist líf þeirra til frambúðar. Aðalhlutverk: Lysandre Ménard, Simon Morin, Pier-Gabriel Lajoie og Lévi Doré. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í körfubolta.
Upphitun fyrir leik Íslands og Serbíu í undankeppni EM kvenna í körfubolta.

Leikir í undankeppni EM kvenna í körfubolta.
Leikur Íslands og Serbíu í undankeppni EM kvenna í körfubolta.

Umfjallanir um leiki á EM kvenna í körfubolta.
Uppgjör á leik Íslands og Serbíu í undankeppni EM kvenna í körfubolta.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.