Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem úrvalslið gleðigjafa takast á í léttum og fjörugum spurningaleik í anda Gettu betur. Spyrill: Guðrún Dís Emilsdóttir. Dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.
Satt: Bjarni Snæbjörnsson, Chanel Björk Sturludóttir og Kolbeinn Tumi Daðason.
Logið: Freyr Eyjólfsson, Pálmi Freyr Hauksson og Vigdís Hafliðadóttir.
Fjórtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Við kynnumst því hvernig fatlaðir og ófatlaðir dansarar vinna saman. Kræsingarnar á Kastrup eru smakkaðar. Við kynnumst starfi Arnars hjá Golfklúbbi Selfoss, sem og öflugu lyftingafólki hjá íþróttafélaginu Suðra á Selfossi. Við heimsækjum Náttúruvárvaktina á Veðurstofunni. Í Tvennunni er rætt við vinkonurnar Guðrúnu Helgu Karlsdóttur, nýjan biskup, og séra Örnu Ýrr Sigurðardóttur. Loks kynnumst við samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland í sumar ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút að nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit að því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt að keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást nú loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.
Í Stykkishólmi skoðar Andri afslappað bæjarlífið í bongóblíðu. Hann rekur nefið inn á Vatnsminjasafnið og forvitnast um hvað í ósköpunum það er. Andri og Tómas kíkja í hádegismat til Kela "Rokk" kokks á Langholti á Snæfellsnesi. Þar þarf Andri að flaka nýveiddan fisk upp á eigin spýtur. Til að ná fiskilyktinni af sér dýfir Andri sér svo til sunds í Lýsuhólalauginni lífrænu. Í Borgafirði ramba þeir Andri og Tómas svo inn í hjólahýsahverfið við Galtarholt og er sem opnist gátt inn í aðra áður óséða veröld.
Í garðinum með Gurrý sýnir Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur áhorfendum réttu handtökin við garðyrkjustörfin og fer í áhugaverðar heimsóknir. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Gurrý hugar að uppskerunni og því sem fylgir haustinu í garðinum. Sultun og súrsun eru m.a. gerð góð skil og eins sýnir Gurrý hvernig standa skal að frágangi jurta og plantna fyrir veturinn.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Áhorfendum er boðið að fylgjast náið með nokkrum framúrskarandi listamönnum sem veita innsýn í eigin sköpunarferli, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Um hvað snýst myndlist í upphafi 21. aldar? Dagskrárgerð: Dorothée Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Heimildarþáttaröð sem fjallar um samtímamyndlist á Íslandi. Í þættinum kynnumst við listamönnunum Eygló Harðardóttur og Ragnari Kjartanssyni. Bæði leggja mikið upp úr áhrifum skynjunar á verkunum og þá skiptir meginmáli að upplifa verkið í eigin persónu, skynja tíma og efni og verða fyrir áhrifum á staðnum. Ragnar Kjartansson vinnur í formi gjörninga en Eygló vinnur með efni. Dagskrárgerð: Dorothee Kirch, Gaukur Úlfarsson og Markús Þór Andrésson.
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó og mömmu og pabba - og líka álfinum Búa, sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.
Vandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Safn tónlistaratriða úr Stundinni okkar þar sem krakkar eru í sviðsljósinu.
Kristín Ósk Elíasdóttir, Katrín Ósk Jóhannsdóttir og Hildur Edda Gunnarsdóttir flytja lagið "Bangsi bestaskinn". Lagið er frumsamið af stelpunum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Can't Get You Off My Mind
Flytjandi: The Vintage Caravan
Höfundur: The Vintage Caravan
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Nýir íslenskir heimildarþættir. Viktoría Hermannsdóttir kynnist æskuslóðum viðmælenda sinna í ýmsum bæjum og hverfum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir. Framleiðsla: Pera.
Innan um háan fjallgarðinn á Seyðisfirði sleit ljósmyndarinn Helgi Ómarsson barnsskónum. Viktoría Hermannsdóttir röltir með Helga um æskuslóðir hans fyrir austan.
Sænskir heimildarþættir frá 2023 þar sem svefnsérfræðingurinn Christian Benedict aðstoðar fjóra einstaklinga sem öll glíma við mismunandi svefnvandamál.
Danskir dramaþættir frá 2023. Hinn skapstóri Michael er yfirkokkur á einum fremsta veitingastað Kaupmannahafnar. Hann tekur því illa þegar Naja, nýi yfirkokkurinn, vill gera breytingar á vinnustaðarmenningunni, sérstaklega varðandi jafnrétti kynjanna. Á meðan þau takast á um hvort þeirra stjórnar koma ýmis leyndarmál upp á yfirborðið sem ógna framtíð veitingastaðarins. Aðalhlutverk: Jesper Zuschlag, Julie Rudbæk og Ann Eleonora Jørgensen. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Fjögurra þátta heimildarþáttaröð frá BBC um The Rolling Stones sem gerð var til að fagna 60 ára starfsafmæli þessarar heimsfrægu hljómsveitar árið 2022. Hver þáttur beinir kastljósinu að ákveðnum meðlimi hljómsveitarinnar; Mick Jagger, Keith Richards, Ron Wood og Charlie Watts.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.