Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem úrvalslið gleðigjafa takast á í léttum og fjörugum spurningaleik í anda Gettu betur. Spyrill: Guðrún Dís Emilsdóttir. Dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.
Útvarp: Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, Lóa Björk Björnsdóttir og Ósk Gunnarsdóttir.
Hlaðvarp: Edda Falak, Hjálmar Örn Jóhannsson og Sandra Barilli.
Íslensk heimildarþáttaröð þar sem áhorfendur fá einstaka sýn inn í töfraheim leikhússins og fylgjast með flóknu sköpunarferli sem á sér stað frá því að leikararnir fá handritið í hendurnar og fram yfir frumsýningu. Dagskrárgerð: Þorsteinn J.
Steinsteypuöldin er þáttaröð í umsjón Egils Helgasonar og Péturs H. Ármannssonar. Þar er rakin saga byggingarlistar og borgarskipulags í Reykjavík á tuttugustu öld. Þáttaröðin hefst 1915, í stórbrunanum þar sem eyddust fjölmörg timburhús í bænum. Þá hófst tími steinsteypuhúsanna. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Valinkunnir tónlistarmenn flytja nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrendum í myndveri RÚV. Stjórn upptöku: Jón Egill Bergþórsson.
Hjalti Þorkelsson flytur nokkur laga sinna að viðstöddum áheyrendum í myndveri RÚV.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson skoða kvikmyndir af íþróttaiðkun. Þær eru margs konar, allt frá fótbolta til glímu og fimleikasýninga. Einnig er fjallað um vandann við að skanna efni á Kvikmyndasafninu þegar varðveislutækni er sífellt að breytast.
Nico og Andrés mæta enn á ný með nýjar áskoranir fyrir upprennandi fatahönnuði.
Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.
Hvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Nýir þættir sem fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Framleiðsla: Republik.
Hvað er hringrásarhagkerfi? Við fáum svar við því. Einnig veltum við fyrir okkur verðmætunum sem eru fólgin í öllum textílnum í kringum okkur og hittum hugmyndaríkt fólk sem leitar leiða til þess að nýta hann vel og lengi.
Færeyskir matreiðsluþættir frá 2024. Mataraktívistinn Sunniva Gudmundsdóttir Mortensen gefur áhorfendum góð ráð um hvernig hægt er að nýta alls kyns hráefni úr umhverfinu í matargerð.
Þriðja þáttaröð írsku spennuþáttanna um Val Alhern og fjölskyldu. Val hefur grennslast fyrir um dánarorsök eiginmanns síns síðan hann fannst látinn í fjöru við klettarætur. Því dýpra sem hún kafar ofan í grafin fjölskylduleyndarmál, því betur áttar hún sig á hversu lítið hún þekkti eiginmann sinn til 30 ára. Aðalhlutverk: Dervla Kirwan, Gemma-Leah Devereux og Niamh Walsh. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Leikin frönsk þáttaröð frá 2023 um frönsku ofurfyrirsætuna, leik- og söngkonuna Brigitte Bardot. Fylgst er með Bardot fóta sig í breyttum veruleika við upphaf frægðar sinnar árið 1949 til ársins 1960. Aðalhlutverk: Julie de Nunez, Victor Belmondo og Géraldine Pailhas. Leikstjórn: Christopher Thompson og Danièle Thompson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þegar forsætisráðherra fær geðhvörf verða samstarfsmenn hans að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess að halda því leyndu fyrir þjóðinni. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem. Leikstjórn: Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarson.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.