Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Bogi Ágústsson las kvöldfréttir í síðasta sinn í kvöld. Hann var gestur Kastljóss og ræddi þar stöðu fjölmiðla og sýn sína á stöðu heimsins.
Jafnframt var rætt við samstarfsfólk hans í gegnum tíðina auk þess sem nokkur augnablik á ferli hans voru rifjuð upp.
Hljómsveitin Skandall sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna á dögunum. Við hittum þær í MA þar sem þær stunda nám.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Seinni hálfleikur þessa fyrsta þings nýs kjörtímabils er að hefjast og mörg stór mál bíða afgreiðslu. Við tökum stöðuna með þingmönnum úr öllum flokkum. Gestir í þættinum eru:
Jens Garðar Helgason, Sjálfstæðisflokki
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn
Stefán Vagn Stefánsson, Framsókn
Sigríður Andersen, Miðflokki
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Flokki fólksins,
Kristján Þórður Snæbjarnarson, Samfylkingu
24 stærstu sveitarfélög landsins keppa sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir stýra þættinum. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Árborgar og Fjallabyggðar. Fyrir Fjallabyggð keppa Ámundi Gunnarsson, Halldór Þormar Halldórsson og
María Bjarney Leifsdóttir. Fyrir Árborg keppa Þorsteinn Tryggvi Másson, Hanna Lára Gunnarsdóttir og Páll Óli Ólason. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Aðstoð við dagskrárgerð: Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Bókmenntahátíð í Reykjavík er í forgrunni í Kilju vikunnar, en hún hefst nú á miðvikudag. Við kynnum okkur höfunda sem koma á hátíðina og verk þeirra. Meðal þeirra er franski rithöfundurinn Hervé Le Tellier en bók hans sem heitir L´anomalie fjallar um það hvernig heimurinn fer nánast á hliðina eftir að flugvélar lenda í skelfilegri ókyrrð undan ströndum Bandaríkjanna. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ræðir um nýja ljóðabók sína sem nefnist Spunatíð en líka um bókaforlagið Dimmu sem hann rekur af miklum myndarskap og vandvirkni. Í Bókum og stöðum förum við vestur í Dýrafjörð og þar verða meðal annarra á vegi okkar Gísli Súrsson, Vilborg Davíðsdóttir, Sighvatur Borgfirðingur og Kristín Dahlstedt. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Diplómati deyr eftir Elizu Reid, Kúnstpásu eftir Sæunni Gísladóttur og Millileik eftir Sally Rooney.

Sænskur heimildarþáttur um vel geymt fjölskylduleyndarmál. Sænska fréttakonan Carina Bergfeldt kemst á snoðir um að hún eigi mögulega hálfbróður í Bandaríkjunum og ákveður að reyna að hafa upp á honum.


Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.

Þriðja þáttaröðin um hina vinsælu Blæju og Hælbein fjölskylduna. Daglegt líf fjölskyldunnar gengur sinn vanagang, en hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.

Sammi brunavörður og félagar hans á slökkvistöðinni standa vaktina í Pollabæ.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Njósnað var um fjölda fólks sem stefnt hafði Björgólfi Thor Björgólfssyni í hópmálsókn árið 2012. Aðgerðirnar fóru fram með mikilli leynd og kostuðu tugi milljóna króna. Setið var um heimili fólks, það elt dögum saman og földum myndavélum komið fyrir. Þrír lögreglumenn, tveir fyrrverandi og einn núverandi, eyddu hátt í þúsund vinnustundum í verkið.

Sænskir heimildarþættir um konur sem eiga það sameiginlegt að hafa fallið fyrir mönnum á netinu sem reyndust vera svikarar.
Norsk leikin þáttaröð frá 2024. Ida og Marvin eru búin að vera par í þrjú ár, án þess þó að hafa nokkurn tímann hist. Þegar hann bindur enda á sambandið fer Ida að leita ástarinnar í raunheimum. Aðalhlutverk: Gina Bernhoft Gørvell, Jacques Colimon og Heidi Goldmann. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.

Veðurfréttir
Önnur þáttaröð þessara bresku glæpaþátta. Glæfralegt morð í námabæ á Mið-Englandi ýfir upp gömul sár og ógnar stöðugleikanum í samfélaginu. Aðalhlutverk: Lorraine Ashbourne, David Morrissey og Perry Fitzpatrick. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Ný sænsk dramaþáttaröð byggð á sönnum atburðum. Þrír fangar sem sitja í öryggisfangelsi fá tækifæri til að leika sjálfa sig í leikriti um líf þeirra eftir heimsfræga leikritaskáldið Lars Norén. Fangarnir fá leyfi til að yfirgefa fangelsið til að leika í sýningunni og í kjölfarið hefst hrina hrottalegra rána. Aðalhlutverk: Maria Sid, David Dencik og Martin Nick Alexandersson. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.