Umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Á Torginu er talað um málefnin sem rædd eru af kappi á kaffistofum landsins.
Mikil umræða hefur verið að undanförnu um ungt fólk í samfélaginu. Hún hefur að miklu leyti snúist um ofbeldi og vanlíðan en spurningin er hvort verið sé að draga upp of dökka mynd. Á Torginu var hópur ungs fólks til svara um þeirra líðan, samfélagið sem þeim hefur verið búið og leiðir til að bæta það.
Viðmælendur í pallborði voru:
Kristján Ernir Björgvinsson, sem hefur framleitt heimildarþætti um veruleika ungmenna í neyslu
Isabel Alejandra Díaz, fréttamaður og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Jóhann Kristófer Stefánsson, leikari og fjölmiðlamaður
Katrín Jónsdóttir starfsmaður Flotans, flakkandi félagsmiðstöðvar og aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni í 105
Jörundur Orrason, menntaskólanemi
Estefan Leó Haraldsson, samfélagsmiðlastjarna
Embla María Möller Atladóttir, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema
Nýir þættir sem fjalla um hringrásarhagkerfið, þar sem hlutir og hráefni fara í hring og eins manns rusl verður annars fjársjóður. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Freyr Eyjólfsson. Framleiðsla: Republik.
Hvað er hringrásarhagkerfi? Við fáum svar við því. Einnig veltum við fyrir okkur verðmætunum sem eru fólgin í öllum textílnum í kringum okkur og hittum hugmyndaríkt fólk sem leitar leiða til þess að nýta hann vel og lengi.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum fylgjumst við með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum og með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja.
Í þessum þætti þætti segir Már Gunnarsson sögu sína. Hann tapaði sjóninni ungur að aldri en jákvæðnin hefur fært honum ótal sigra í íþróttum og tónlist.
Danskir heimildarþættir. Markaðssetning áhrifavalda er orðin að iðnaði sem veltir milljörðum. Við fylgjumst með þremur farsælum umboðsmönnum sem gera ábatasama samninga milli eigenda vörumerkja og áhrifavalda.
Þáttaröð þar sem Gunnlaugur Helgason húsasmiður leiðir áhorfendur í allan sannleika um hver fyrstu skrefin eru þegar taka á húsnæði í gegn. Gulli hefur verið fengin til þess að koma lagi á kjallara í 65 ára gömlu húsi í Reykjavík. Óþefur og ýmis konar skordýr hafa hrjáð þá sem kjallarinn hefur hýst um nokkurn tíma og greinilegt er að húsið er komið á tíma. Undir leiðsögn Gulla og fagmanna á hverju sviði vinna íbúar og eigendur húsnæðisins, ásamt vinum og ættingjum að breytingunum. Dagskrárgerð: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Framleiðandi: Krummafilms.
Þá er það lokasnúningurinn á því að gera húsnæðið klárt. Ýmsir smáhlutir, og stórhlutir, koma í hús og við heimsækjum fyrirtæki á Akureyri sem framleiðir rafmagnsdósir. Daníel Hjörtur mætir í garðinn og sker út skúlptúr í trjástubb fyrir utan. Hann sýnir okkur heita pottinn sinn og stúdíó í Keflavík en þar rekur hann gistiheimilið Guesthouse 1x6. Hilmir Ingi Jónsson rafvirki sýnir okkur uppfinningu sína sem gerir honum kleift að greina óæskilegt álag á öryggjum. Að lokum kennir Gulli okkur að parketleggja og þá má fara að flytja inn í nýja fína kjallarann sem nú er laus við skordýr og óværu.
Sænskir matreiðsluþættir frá 2023. Grínistinn David Batra og fréttakonan Malin Mendel ætla að opna veitingastað á Indlandi. Þau ákveða hvað verður á matseðlinum með því að prófa sig áfram í að elda klassíska indverska rétti og gamlar fjölskylduuppskriftir.
Sprenghlægilegir þættir um strútapabbann Edda og áttburana hans. Eddi strútapabbi er fullkomnunarsinni og reynir að gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda áttburana sína. Hann á fullt í fangi með það enda eru ævintýrin hjá stórri fjölskyldu mörg og ímyndunaraflið mikið.
Eddi strútapabbi er hræddur um að dóttir hans slasi sig, ef hún djögglar of þungum hlutum. Hann verður að trufla sýninguna áður en það gerist.