Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, er gestur Kastljós og ræðir yfirvofandi verkfall lækna.. Önnur atkvæðagreiðsla um verkfallið hófst síðdegis. Um þúsund læknar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum höfðu áður boðað verkfallsaðgerðir 18. nóvember sem ríkið taldi ólögmætar. Þá er rýnt í kosningarnar vestanhafs. Jón Björgvinsson fréttaritari heyrði í kjósendum í sveifluríkinu Wisconsin og Björn Malmquist fréttamaður var í beinni frá stærsta sveifluríkinu Pennsylvaníu. Svo hittum við arkitektinn Arnhildi Pálmadóttur sem nýverið hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir vinnu sína með umhverfisvæn byggingarefni.
Tíunda þáttaröð breska myndaflokksins Ljósmóðurinnar, sem er byggður á sannsögulegum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austurborg London á sjöunda áratugnum. Meðal leikenda eru Vanessa Redgrave, Laura Main, Jenny Agutter og Stephen McGann.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Það eru tæpur mánuður í kosningar, framboðslistar hafa verið kynntir og frambjóðendur eru í óðaönn að kynna stefnumál sín fyrir kjósendum. Gestir Silfursins voru Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, Davíð Þór Jónsson, oddviti Sósíalista í Suðvesturkjördæmi, Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
Í seinnihluta þáttar spáðum við í spilin fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum með þeim Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur, Friðjóni R. Friðjónssyni og Birtu Björnsdóttur.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.e.
Hvaða íslensku dægurlög hafa hljómað fyrst og fremst á Rás 2 síðustu 40 ár? Hvað einkennir síðustu fjóra áratugi í íslenskri tónlist? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í Fyrst og fremst, laufléttum þáttum sem fanga uppáhaldslögin af Rás 2 á 40 ára afmælinu. Umsjón: Kristján Freyr Halldórsson.
Heimildarþættir frá 2023 um sögu raftónlistar á Norðurlöndunum. Norræn raftónlist hefur notið vinsælda víðs vegar um heiminn síðan á níunda áratug síðustu aldar og hún hefur átt stóran þátt í að móta senuna. Fjallað er um tónlistarfólk eins og Björk, Röyksopp, Kygo, Aqua og E-Type.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa.