
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Breskir heimildarþættir frá 2020. Getur smokkfiskur sökkt skipi? Er kóngulóarvefur sterkari en stál? Vinirnir Tim Warwood og Adam Gendle hætta lífi sínu til að komast að athyglisverðum sannleika um hin ýmsu dýr.
Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins. Þættir frá 2021.
Heimildarmynd um Echan Deravy sem gengur berfættur þvert yfir Ísland og aftur tilbaka í þeim tilgangi að sýna fólki fram á mikilvægi jarðtengingar. Við kynnumst lífi hans í Japan og fylgjum honum frá Þingvöllum norður Kjöl til Skagafjarðar. Þaðan fylgjum við honum suður Sprengisand og Fjallabaksleið til Víkur í Mýrdal. Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson. Handrit: Steingrímur Jón Þórðarson og Gunnar Sigurðsson.
Ástin er mikil ráðgáta og í þessum dönsku þáttum er gerð tilraun til að finna lykilinn að henni. Getur verið að hann sé að finna í magni persónulegra gagna? Til að sannreyna vísindin á bak við Big Data eru átta einhleypir einstaklingar paraðir saman út frá persónuupplýsingum. Mun ástin kvikna þegar fólkið fer að búa saman og kynnast nánar?

Íslensk heimildarmynd um Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur, fyrstu íslensku konuna til að synda yfir Ermarsund. Í myndinni er ótrúlegu þrekvirki hennar lýst en sundið tók hana 22 klst. og 34 mín. Farið er yfir sögu Sigrúnar, hver hún er, af hverju hún fór að stunda sjósund og hvers vegna hún ákvað að synda yfir Ermarsundið. Myndin inniheldur upptökur frá sjálfu sundinu þar sem fram kemur hlátur, grátur, uppköst, uppgjöf, söngur og gleði. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson.

Í tilefni af því að öld var liðin frá fæðingu Jóns Múla Árnasonar árið 2021 hélt Stórsveit Reykjavíkur tónleika honum til heiðurs. Öll hans þekktustu lög voru þar flutt í glænýjum útsetningum. Söngvarar á tónleikunum voru Ellen Kristjánsdóttir, Jón Jónsson, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson. Hljómsveitarstjóri var Sigurður Flosason. Upptöku stjórnaði Gísli Berg.
Heimildarþáttur um níu manna grín- og gleðisveitina Ljótu hálfvitana. Í þættinum er fylgst með hljómsveitinni á heimaslóðum á Norðurlandi og hún heimsótt í vinnubúðir á Möðruvöllum í Hörgárdal. Ljótu hálfvitarnir semja og flytja alfarið eigin lög og texta og eru þekktir fyrir óhefðbundna tónleika sem líkja mætti við leikhúsgjörning og uppistand. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.

Danskir þættir um ungt par sem vill einfalda líf sitt og hefur búskap.

Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loft reynir að laga loftfarið sitt án árangurs. Sjón fylgist spennt með krökkunum keppa í Fánaráni og Áróra tekur til í náttúrunni og heimsækir Sorpu.

Hvað ætli gerist þegar hin og þessi skordýr bíta fólk og stinga? Sebastian Klein ferðast um sveitir Danmerkur og lætur bíta sig, brenna og stinga til að komast að því.

Stutt umfjöllun Sumarlandans sem var á flakki sumarið 2022 og hitti landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Umsjón: Gísli Einarsson, Guðríður Helgadóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs-Drífudóttir, Þórgunnur Oddsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir og Helga Margrét Höskuldsdóttir.

Tónleikar frá 2021 í tilefni tíu ára afmælis Frelsissveitar Íslands þar sem frumflutt er verk eftir Hauk Gröndal í átta þáttum fyrir níu manna hljómsveit. Frelsissveit Íslands skipa þeir Haukur Gröndal, Óskar Guðjónsson, Samúel Jón Samúelsson, Kjartan Valdemarsson, Birgir Steinn Theodórsson, Magnús Trygvason Eliassen, Pétur Grétarsson og Sverrir Guðjónsson.
Heimildarþáttaröð um íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, upphafsár þess og sögu, sigra og ósigra. Liðið er eitt þeirra fremstu í heiminum og stjörnur þess með þekktustu íþróttamönnum þjóðarinnar. En leið kvennalandsliðsins á þann stað sem það er á í dag var allt annað en greið.
Þegar UEFA fjölgar liðum á EM grípa Íslendingar tækifærið og tryggja sér sæti í fyrsta sinn þegar þær skauta fram hjá Írum. Þær snúa aftur fjórum árum síðar – sterkari og með skýr markmið, þótt undir niðri kraumi spenna innan hópsins.

Heimildarmynd um myndlistarmanninn Magnús Pálsson. Magnúsi er fylgt eftir við iðju sína yfir nokkurra ára tímabil undir lok starfsævinnar. Leikstjóri: Steinþór Birgisson.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Breskir spennuþættir sem gerast á tímum seinni heimsstyjaldarinnar. Stríðið hafði mikil áhirf á daglegt líf venjulegs fólks í Bretlandi, Póllandi, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Handritshöfundur: Peter Bowker. Meðal aðalleikara eru Jonah Hauer-King, Julia Brown og Helen Hunt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.

Frönsk kvikmynd frá 2020 byggð á samnefndri skáldsögu eftir Gaël Faye. Gabríel er tíu ára og lifir hamingjusömu og áhyggjulausu lífi í Afríkuríkinu Búrúndí. En þegar þjóðarmorð er framið í nágrannaríkinu Rúanda og borgarastyrjöld hefst í heimalandinu breytist líf hans á augabragði. Leikstjóri: Eric Barbier. Aðalhlutverk: Djibril Vancoppenolle, Jean-Paul Rouve og Isabelle Kabano. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.